Stöngin inn

hægt sé að velja byrjunarliðið úr fjölmennum hópi leikmanna. Varaliðið er svo skipað leikmönnum sem komast ekki upp í aðalliðið, eru að jafna sig eftir meiðsli og stundum iðkendum úr unglingaliðinu. Flest lið eru einnig með öflugt unglingalið þar sem leikmenn framtíðarinnar eru þjálfaðir. Knattspyrnustjórinn (yfirþjálfarinn) velur leikaðferð og leikmenn. Með honum vinna þjálfarar og aðstoðarþjálfarar. Með liðinu og þjálfurum starfa sjúkraþjálfarar og læknar sem fylgjast með heilsu leikmanna. Starfsmenn sjá um búningana og aðrir tryggja að leikvöllurinn sé í góðu ástandi. Með félögum starfa aðilar sem sjá um tengsl við fjölmiðla, sveitarfélögin og markaðsmál. Á leikdegi þarf að huga að miðasölu, þjónustu við leikmenn, veitingasölu, sölu minja-gripa og öryggisgæslu. Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagins ásamt framkvæmdastjóra þess. Aðdáendur og fylgismenn eru síðan hjarta félagsins, hvort sem þeir búa í næsta nágrenni, Neskaupstað eða Nígeríu. 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=