Stöngin inn

9 Árið 1914 var stofnað fyrsta kvennaknattspyrnufélagið á Íslandi en það var Fótboltafélagið Hvöt á Ísafirði. Ári seinna æfði hópur reykvískra stúlkna knattspyrnu með Víkingi. Kvennaknattspyrna átti undir högg að sækja á þessum tíma og var alls konar kviksögum og óhróðri dreift um hana. Talað var um að stúlkur fengju stóra fætur og gætu ekki eignast börn ef þær léku knattspyrnu. Varð það raunin að kvennaknattspyrna lagðist af í marga áratugi. Það var ekki fyrr en um 1970 að knattspyrnu-konur létu að sér kveða á nýjan leik með formlegum hætti. Fyrsti leikurinn fór fram árið 1970 þegar lið Reykjavíkur og Keflavíkur mættust á Laugardalsvellinum. Fóru Reykvíkingar með sigur af hólmi. Ári síðar var fyrst leikið í deildarkeppni kvenna. Ellefu kvennalið voru skráð til leiks í Íslandsmótinu árið 1974. Fyrsti landsleikur íslenskra knattspyrnukvenna var árið 1981 í Skotlandi og tapaði íslenska liðið naumlega 3–2. Í dag er kvennaknattspyrna á Íslandi í miklum blóma. Fyrsti landsleikur karla í knatt- spyrnu árið 1946. Fyrsta landslið kvenna í knatt- spyrnu árið 1981.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=