Stöngin inn

8 Knattspyrnan berst til Íslands Árið 1895 barst knattspyrnan til Íslands með skoskum prentara, James B. Ferguson. Hann kenndi undirstöðuatriðin á Melavellinum í vesturbæ Reykjavíkur. Fjórum árum síðar var stofnað fyrsta knattspyrnufélagið og hlaut það nafnið Fótboltafélag Reykjavíkur, síðar Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR). Aðalhvatinn að stofnun félagsins var sá að strákana í Vesturbænum vantaði sárlega fótbolta og þeir ákváðu að stofna félagið til að safna fyrir boltanum. Boltar voru keyptir frá Englandi og þóttu miklir dýrgripir. Á næstu árum kepptu strákarnir sín á milli og við áhafnir erlendra skipa. Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR var stofnað árið 1908 og knattspyrnufélögin Fram og Víkingur sama ár. Fyrsti alvöru leikurinn milli íslenskra félagsliða fór fram á Melavellinum árið 1911 og kepptu þar KR og Fram. Höfðu leikmenn Fram betur og sigruðu 2–0. Árið 1912 fór fram fyrsta Íslandsmótið og þar öttu kappi KR, Fram og Fótboltafélag Vestmannaeyja. Stóðu leikmenn KR uppi sem sigurvegarar. Fyrsti landsleikurinn fór hins vegar ekki fram fyrr en árið 1946 þegar Íslendingar mættu Dönum á Melavelli. Danir sigruðu 3–0. Fótboltafélagið Hvöt á Ísafirði um 1914 Fram - KR 1911

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=