Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Bls. 7 FORMÁLI Á greiningur og viðkvæm álitamál eru mikilvæg viðfangsefni í lýðræðissamfélögum okkar. Þess vegna er mikilvægt að nemendur læri að takast á við slík málefni. Eins og Bernard Crick prófessor tekur fram í merkilegri skýrslu sinni frá 1998, Nám í borgararéttindum og lýðræðiskennsla í skólum , og varð til þess að kynning í borgararéttindum varð að lögbundinni námsgrein í Englandi 2002: Að læra hvernig á að taka þátt í samræðum við fólk og að virða þau sem hafa önnur gildi en maður sjálfur er kjarni lýðræðisþróunar og nauðsynlegt til að vernda og efla lýðræðið og mannréttindi. (Crick 1998) Evrópuráðið hefur staðið sig frábærlega í að styðja við lýðræðis- ogmannréttindakennslu og þvermenningarlegar samræður. Einnig við kennslu ummikilvægi lýðræðislegrar menningar. Það er því vel við hæfi að Evrópuráðið hefur í samvinnu við Evrópusambandsins og í gegnum aðgerðaáætlunina um tilraunaverkefni um lýðræði og mannréttindi frá 2015, ásamt samstarfsaðilumum alla Evrópu stuðlað að því að unnið verði nýtt efni fyrir skólana. Þessi handbók er löngu tímabær. Það eru mörg málefni í samfélaginu og í hversdagslífinu sem ungt fólk hefur áhuga á að ræða. Engu að síður er því neitað um slík tækifæri í skólum vegna þess að málefnin eru talin of áhættusöm til að fjallað sé um þau með nemendum og of erfitt að hafa stjórn á umræðunni. Þannig er unga fólkið skilið eftir reitt og ráðvillt þar sem enginn hjálpar því að átta sig á þessum málefnum eða leiðbeinir því í að skilja, ræða saman og læra. Við gerum okkur grein fyrir því að það að bæta viðkvæmum álitamálum inn í námskrá vekur upp flóknar upp- eldisfræðilegar spurningar. Til dæmis umhvernig taka beri tillit til nemenda af ólíkumbakgrunni ogmenningu, hvernig koma megi í veg fyrir átök innan bekkja og hvernig fjalla megi um umdeilt efni á sanngjarnan hátt og forðast gagnrýni eða hlutdrægni. Þetta vekur einnig spurningar um akademískt frelsi og hvaða hlutverki skoðanir og gildismat kennara gegna. Okkur er einnig ljóst að fyrir skólastjórnendur vekur þetta spurningu um stefnu eins og t.d. um hvernig styðja megi hinn almenna kennara í að fjalla um viðkvæm álitamál og skapa megi tækifæri til samræðna innan skólasamfélagsins til dæmis með lýðræðislegri stjórnun. Einnig hvernig bæta megi skólabraginn þannig að hann verði meira styðjandi, hvernig hafa skuli eftirlit með gæðumgagna og hvernig svara skuli áhyggjufullum foreldrum og öðrum utan skólans. Handbókin byggir á handbókinni fyrir kennara – Tímar ágreinings og átaka: Umfjöllun skóla um viðkvæm álit- mál í lýðræðis- ogmannréttindafræðslu – og gefur skólastjórum og forystumönnum í menntamálumhagnýtan stuðning um hvernig taka megi frumkvæði í að stjórna og bregðast við viðkvæmum álitamálum innan skóla sem utan. Við og allir sem koma að gerð þessarar handbókar berum þá ósk í brjósti að Stjórnun á tímum ágreinings og átaka verði notuð samhliða kennarahandbókinni Tímar ágreinings og átaka til að styrkja umfjöllun um við- kvæm álitamál í skólum um alla Evrópu. Það mun verða ungu fólki til hagsbóta en einnig gera lýðræðis- og mannréttindakennslu áhrifaríkari og vernda og styrkja lýðræðissamfélög okkar. Ted Huddleston David Kerr Citizenship Foundation (UK) Október 2016

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=