Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 60 f f Mikilvægur hluti af ábyrgð stjórnenda er að efla sjálfstraust kennara til að fjalla um viðkvæm álitamál af öryggi og næmni. Lykilatriði fyrir framgang skólans á þessu sviði er að starfsfólki standi til boða góð fræðsla og tækifæri til starfsþróunar innan skólans. f f Annar mikilvægur ábyrgðarhluti stjórnenda er að veita starfsfólki stuðning þar með talda hjálp með vandamál sem upp kunna að koma innan og utan kennslu eða í samskiptum við foreldra. f f Ekki ber að líta á nám í kennslustundum sem einangraðan hluta skólastarfsins. Það sem gerist innan kennslunnar hefur áhrif, bæði jákvæð og neikvæð, á skólann í heild sinni. Á sama hátt hefur skólabragurinn áhrif á það semgerist í kennslustundum. Myndun styðjandi skólabrags er því mikilvægur þáttur í stefnu skólans og starfi. f f Viðkvæm álitamál eru ólík frá einum stað til annars og eftir tímabilum. Þess vegna þarf stefna í viðkvæmum álitamálum að vera sveigjanleg og gera ráð fyrir sveigjanleika til að laga kennsluaðferðir og leiðir að aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Sérstaklega þarf að huga að velferð barna sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda og barna sem eiga undir högg að sækja eða koma frá minnihlutahópum. f f Heildstæð nálgun á því hvernig skólinn tekur á viðkvæmum álitamálummun hafa áhrif á áætlanagerð og úthlutun gæða, til dæmis við stefnumótun og framkvæmd, starfsþróun og stuðning við starfsfólk, kennslugögn og ytri samskipti. f f Stefna og framkvæmd í viðkvæmum málum verður ekki aðskilin frá öðrum sviðum skólans eins og kynjajafnrétti, fjörbreytileika og forvörnum gegn ofbeldi. Mótun og endurskoðun stefnu ætti að vera hluti af árlegu sjálfsmats- og umbótastarfi skóla. f f Hlutverk stjórnenda hefur með örfáum undantekningum verið algjörlega vanrækt af fræðimönnum og rannsakendum. Sú fræðsla og stuðningur sem í boði er fyrir skólastjórnendur varðandi áætlanir um viðkvæm álitamál er ófullnægjandi og úr takti við tímann. Það litla sem til er fellur hratt úr gildi og þarfnast endurskoðunar. Gríðarleg þörf er á nýrri fræðslu og efni á þessu sviði. Ráðleggningar Með hliðsjón af ofangreindum niðurstöðum er mælt með eftirfarandi. f f Stjórnun á heildstæðri nálgun skóla á viðkvæmum álitamálumætti að vera forgangssvið í allri fræðslu fyrir skólastjórnendur. f f Skapa þarf ný stjórnunarúrræði fyrir skólastjórnendur til að móta leiðir til umfjöllunar um viðkvæm álitamál sem henta hverjum skóla. f f Megintilgangur þessara nýju úrræða á að vera að skapa sameiginleg gildi og viðnámgegn öfgahyggju innan skóla og í skólasamfélaginu í heild. f f Fyrsta skrefið er hugmyndin um griðastað í skólanum þar sem nemendur fá reglulega tækifæri til að ræða skoðanir sínar á því sem er umdeilt hverju sinni opinskátt og óttalaust. f f Stjórnunaraðferðir eiga að byggja á samstarfi allra ummótun stefnu þ.e. starfsfólks, nemenda, foreldra og skólasamfélagsins í heild sinni. f f Þessi nýju úrræði eiga að vera hluti af reglulegu sjálfsmati og umbótastarfi skólans. f f Úrræðin eiga auk þess að vera í beinum tengslum við það sem fram kemur í handbók fyrir kennara Viðkvæm álitamál og nemendur . f f Þau eiga að vera nothæf og aðgengileg fyrir starfsfólk skóla um alla Evrópu á öllum skólastigum og skólagerðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=