Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Undirbúningur og þjálfun starfsfólks Bls. 59 f f Almennatengsl Til að hindra ástæðulausan ótta eða áhyggjur meðal foreldra eða annarra af því hvernig skólinn tekur á við- kvæmum álitamálum þarf skólinn að geta brugðist hratt við til að forðast að rangar upplýsingar eða sleggju- dómar dreifist um skólasamfélagið eða í fjölmiðla og samfélagsmiðla. Stefnumótandi hlutverk forystu og stjórnunar Heildstæð nálgun alls skólans krefst stefnumótandi forystu og stjórnunar sem ætti að byggja á eftirfarandi: f f Virkni – skólastjórnanda er umhugað um að móta sameiginlega sýn um það hvernig fjalla má um viðkvæm álitamál í öllu skólastarfi, breytir sýninni í stefnu, miðlar stefnunni til starfsfólks og allra hlutaðeigandi, hefur eftirlit með framkvæmd stefnunnar, hefur eftirlit með gæðum framkvæmdarinnar, hefur umsjón með endurskoðun á stefnunni og setur markmið fyrir framtíðina. f f Viðbragðflýti – skólastjórnanda bregst fljótt við og af hluttekningu gagnvart persónulegumog faglegum áhyggjum kennara, gagnvart óskum kennara og nemenda um stuðning og gangvart áhyggjum og kvörtunum foreldra og annarra eða frá fjölmiðlum. f f Frumkvæði – skólastjórnanda leitar leiða til að skapa ný tækifæri í námskránni, til að skólabragurinn sé meira styðjandi, bæta áhættumatið, auka stuðning við þá sem eiga undir högg að sækja eða tilheyra minnihlutahópum og bæta samskipti við fjölmiðla. Tenging við aðrar stefnur skólans Þó að umfjöllun um viðkvæm álitamál sé sérstakt svið skólastjórnunar ætti ekki að líta á hana sem algjörlega án tengsla við önnur svið skólans heldur frekar í tengslum við þau. Það er umtalsverð skörun á milli stefnu í viðkvæmum álitamálum og öðrum stefnum skólans eins og til dæmis stefnu um jafnrétti kynjanna, forvarnir gegn einelti, um velferð og vernd nemenda, samheldni í samfélaginu og forvarnir gegn radíkaliseringu. Stefna skólans í viðkvæmum álitamálum á því að vera samþætt öllu skólastarfi og hluti af sjálfsmati skóla og öðru þróunarferli. Niðurstöður/samantekt f f Fræðiritin gefa skýrt til kynna að uppeldisfræðilegir kostir þess að fjalla um viðkvæm álitamál séu umtalsverðir og víðtækir. Einnig að það að bæta umdeildummálefnum við námsefnið stuðli að bættri lýðræðis- og mannréttindafræðslu í Evrópu og víðar. f f Umfjöllun um viðkvæm álitamál hefur sérstaklega mikla þýðingu við að byggja upp sameiginleg gildi og viðnámgegn öfgahyggju. Enn fremur varðandi þörfina á að skólar séu griðastaðir þar semnemendur með ólíkan bakgrunn og lífsviðhorf geti rætt óttalaust og opinskátt áhyggjur sínar. f f Þegar viðkvæm álitamál eru rædd í kennslustundum vekur það ekki eingöngu uppeldisfræðilegar spurningar heldur einnig spurningar um hlutverk skólastjórnunar til dæmis um hvernig byggja má upp sjálfstraust kennara til að fjalla um viðkvæm álitamál, hvernig styðja megi kennara bæði í kennslu og í samskiptum við foreldra, hvernig veita eigi starfsfólki aðgengi að fræðslu, hvernig viðhalda megi samræmdum aðferðum innan alls skólans og hvernig bregðast megi við áhyggjum foreldra og annarra í skólasamfélaginu. f f Hlutverk stjórnenda er gríðarlega mikilvægt ekki eingöngu við að hafa eftirlit með stefnumótun og framkvæmd heldur einnig í að gefa tóninn hvernig taka skuli á viðkvæmum álitamálum. Skólastjórar ættu þess vegna að beita sér fyrir lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir því sem er ólíkt og að vera fyrirmyndir að þessu leyti. f f Hið opinbera eðli viðkvæmra álitamála og hvernig þau birtast í öllu skólasamfélaginu kallar á sameiginlegar aðferðir viðmótun stefnu þar sem allir taka þátt, starfsfólk, nemendur, foreldrar og aðrir hlutaðeigandi. Enn fremur á aukið samstarf kennara til að ræða málefni og hugmyndir og komast að samkomulagi um nálganir og aðferðir. f f Til að skipuleggja og samræma ákvarðanir skólans varðandi viðkvæm álitamál þarf heildstæða nálgun þar sem allir eru kallaðir saman, nemendur, starfsfólk, foreldrar og allt skólasamfélagið. f f Heildræn nálgun skóla krefst stjórnunar sem er að jafnaði virk (góðir starfshættir í öllu starfi skólans), einnig viðbragðsflýtis (viðbrögð við nýrri þróun eða óvæntum atvikum) og sýnir frumkvæði (dregur fram atriði sem styðja við góða starfshætti og draga úr hugsanlegri áhættu).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=