Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 58 Skortur á stuðningi við skólastjórnendur Umfjöllun um viðkvæm álitamál í skólum hefur víðtækar afleiðingar og áhrif á störf skólastjórnenda en hefur engu að síður nánast ekkert verið rannsakað nema með örfáum undantekningum (til dæmis Pierpoint (2014), Rit Evrópuráðsins um námskrá, próf og mat (nd)). Megnið af fræðiritum fjallar aðeins um kennslufræði og líta nánast algjörlega fram hjá hlutverki skólastjórnenda. Lítið er til af fræðslu fyrir skólastjórnendur um hvernig taka beri á viðkvæmum álitamálum í skólum. Það litla sem er til fellur nánast jafnóðum úr gildi. Tilraunaverkefnið Viðkvæm álitamál og nemendur kallar enn frekar á að þessum skorti verði mætt. Með tilraunaverkefninu er augljóst hversu mikilvægt hlutverk skólastjórnenda er í því að undirbúa jarðveginn fyrir umfjöllun um viðkvæm álitamál og enn fremur ljóst að nauðsyn er á nýrri fræðslu og stuðningi fyrir skólastjórnendur. Heildstæð nálgun skóla Heildstæð nálgun skóla á viðkvæm mál felur meira í sér en einn einstaka viðburð eða námskeið þó að hvort tveggja geti verið hluti af heildstæðri nálgun skólans. Með heildstæðri nálgun er átt við að allir taki þátt, nem- endur, foreldrar, starfsfólk og allt skólasamfélagið til að byggja á kerfisbundinn hátt traustan grunn undir þróun og umbætur á þessu sviði. Hvers vegna er þörf á slíkri nálgun? f f Sýn Ef starfsfólk á að taka þetta alvarlega þarf að sannfæra það um uppeldisfræðilegan og kennslufræðilegan ávinning þess að fjalla um viðkvæm álitamál. f f Undirbúningur Til að geta fjallað um viðkvæm álitamál af öryggi og næmni þurfa kennarar að geta beitt hæfni sem ekki er þjálfuð í kennaramenntun og á endurmenntunarnámskeiðum. f f Stuðningur Í ljósi þeirrar hættu sem sum álitamál fela í sér verða kennarar að vita að þeir hafi umboð og stuðning frá skólanum og að þeir geti reitt sig á að skólinn styðji þá til að takast á við agavandamál eða áhyggjur foreldra þegar þeir þurfa hjálp þar að lútandi. f f Persónulegar og faglegar áhyggjur Til að kennurum líði betur með hugmyndina um að fjalla um viðkvæm álitamál með nemendum þurfa þeir tíma til að ræða við samstarfsfélaga í skólanum um persónulegar og faglegar áhyggjur sínar vegna ólíkra mál- efna og hvernig fjalla skuli um þau. f f Samstaða um stefnu og útfærslu Til að búa til sameiginlegar leiðir um stefnu og starfsemi í sambandi við viðkvæm álitamál þurfa kennarar tækifæri til að ræða saman um kennsluaðferðir og komast að sameiginlegum leiðum. f f Eftirlit og mat Til að kennarar geti bætt sig og tekið framförum í umfjöllun um viðkvæm álitamál þurfa að vera fyrir hendi matstæki til að meta árangurinn. f f Verndun barna, öryggi og velferð nemenda Börn sem eiga undir högg að sækja og nemendur frá minnihlutahópum eru líklegust til að eiga erfitt með eða vera andsnúin umræðum um viðkvæm álitamál og þurfa þess vegna sérstaka umhyggju og athygli. f f Skólabragur Í ljósi þess hvað skólabragur hefur mikið um það að segja hvernig viðhorf og gildismat nemenda mótast þarf skólinn að tryggja að virðing fyrir rödd nemenda og gildi umræðunnar endurspeglist í skólabragnum. f f Samráð við hagsmunaaðila/skólasamfélagið Ef ætlunin er að hafa samráð um stefnu í viðkvæmum álitamálum þarf skólinn að geta komið á samráði við ólíka hagsmunaaðila.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=