Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Undirbúningur og þjálfun starfsfólks Bls. 57 á lofti og byggja sterk, örugg og samheldin samfélög. 35 Skólar eru hvattir til að veita nemendum tækifæri til að skilja, hitta og eiga í samskiptum við fólk af ólíkum trúarbrögðum, menningu og félagslegum bakgrunni á þann hátt að það leiði til sameiginlegra gildi en á sama tíma virði fjölbreytileika. 36 Atriði sem geta stuðlað að félagslegri samheldni eru til að mynda ýmsar uppeldisaðferðir og lýðræðislegur skólabragur (Shuayb, 2012). c. Griðarstaður Rannsóknir á árangri ólíkra aðferða við að byggja upp viðnám gegn öfgahyggju benda til þess að griðastaður í kennslu, þ.e. öruggt svæði fyrir umræður um viðkvæm álitamál sé: „mikilvægt einkenni kennslu, umfjöllunar eða inngrips sem byggir upp viðnám gegn öfgahyggju“. 37 Griðastaður er ekki bara ákveðinn staður innan skólans þar sem nemendur eru öruggir heldur: Umhverfi þar sem allir geta átt í innihaldsríkum og gagnlegum samræðum um viðkvæm álitamál og þar sem ungt fólk upplifir sig öruggt við að tala um slík málefni. 38 Griðastaður í þessu samhengi merkir að ungt fólk geti tjáð skoðanir sínar óhrætt. Að ungt fólk geti spurt spurninga án þess að eiga á hættu að vera kallað heimskt eða hafa rangt fyrir sér og að það geti sagt til þegar því finnst spurning frá öðrum móðgandi eða óásættanleg. d. Kennslustofan sem opinber vettvangur Hugmyndin um kennslustofuna sem opinberan vettvang (civic forum) er skyld hugmyndinni um griðastað. Í bekkjarumræðum eigi að líta á nemendur sem fullgilda borgara ekki bara verðandi borgara. Kennslustofan ætti því að vera „raunveruleg en ekki eingöngu eftirlíking af opinberum vettvangi, lýðræðislegar umræður snúist ekki eingöngu um það að tala saman heldur eigi að vera eins konar fullgilt lýðræði“. 39 e. Styðjandi skólabragur Það er löngu viðurkennt að nemendur læra ekki eingöngu það sem þeim er kennt í kennslustofunni heldur verða þeir fyrir áhrifum af öllumöðrumþáttum skólastarfsins, Lýðræðisfræðsla verður því áhrifaríkari ef hún fer fram í skóla þar sem lýðræði og mannréttindi eru samtvinnuð í allt starf skólans. Á sama hátt munu umræður nemenda um álitamál líðandi stundar vera árangursríkari í skóla þar sem farið er eftir reglum um lýðræðis- legar umræður og vandamál leyst með samvinnu í öllum ákvörðunum. Þar er skólabragur sem einkennist af sanngirni og virðingu fyrir mannréttindum og þar sem allir hlutaðeigandi eru metnir á sama hátt og hvattir til að taka virkan þátt í skólastarfinu. 40 35. Qualifications and Curriculum Development Agency (2010), p. 9. 36. Qualifications and Curriculum Development Agency (2010), p. 10. 37. Bonnell et al. (nd) p. 49. 38. Bonnell et al. (nd) p. 48. 39. Huddleston and Rowe (2015), p. 96. 40. Huddleston and Kerr (2006), p. 82.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=