Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 56 a. Rök sem lúta að mikilvægi niðurstöðu Þegar röksemdafærslan snýst um útkomuna eru málefnin talin mikilvæg í sjálfu sér, annað hvort vegna þess að þau vísa til félagslegra, stjórnmálalegra, efnahagslegra eða siðferðilegra vandamála okkar tíma eða vegna þess að þau hafa beina skírskotun til nemendanna sjálfra. 24 Þetta er meginástæða þess að skólar eiga að fjalla um viðkvæm álitamál skv. Crick Report (1988) í Bretlandi: … viðkvæm álitamál eru mikilvæg í sjálfu sér og að láta hjá líða að fræða um þau og ræða er eins og skilja eftir stórt gat í menntun ungs fólks. 25 Önnur rök eru að ekki aðeins sé mikilvægt að fjalla um umdeild álitamál í skólum vegna þess að það sé gagn- legt í sjálfu sér, heldur einnig til þess vega upp á móti einhliða og misvísandi fjölmiðlaumfjöllun. Þannig orða Scaratt og Davison (2012) þetta: Börn eru í síauknum mæli óvarin fyrir því hvernig fjallað er um viðkvæm álitamál í fjölmiðlum. Þess vegna þarf að ræða um þau við börnin og svipta af þeim hulunni. 26 Nýlega var einnig bent á í þessu sambandi að með því að fjalla um viðkvæm álitamál fái skólar tækifæri til að kynna andstæð sjónarmið við öfgafullri hugmyndafræði (National Union of Teachers, 2015). Sérstaklega áhrifaríkt er þegar nemendur eru sjálfir hvattir til að finna andstæð sjónarmið (Jamieson, 2015). b. Rök sem lúta að ferlinu Með þessu er átt við aðmikilvægara sé að leggja áherslu á æskileg hæfniviðmið eða almenn viðhorf og hegðun fremur en inntak álitamálanna. Til dæmis: f f Námsefnistengd hæfniviðmið – t.d. að geta gert sér grein fyrir því að ekki þurfi að óttast það sem er umdeilt heldur sé það hluti af því að búa við lýðræði. Að öðlast hæfni til að taka þátt í umræðu ummál sem ekki eru allir sammála um á vingjarnlegan og árangursríkan hátt, aðferðir til að taka þátt í slíkum samræðumog að átta sig á að skoðunmanns skiptir máli eins og allra annarra í lýðræðissamfélögum. 27 f f Þverfagleg hæfniviðmið – t.d. tungumála- og samskiptahæfni, sjálfstraust, samskiptahæfni, 28 hæfni í flóknari samræðu og hugsun, 29 meðferð upplýsinga, rökstuðningur, rannsóknir, skapandi hugsun og hæfni til að draga ályktanir. 30 f f Ábyrg samfélagsþátttaka – aukinn áhugi á stjórnmálum, 31 lýðræðislegt gildismat, aukin þátttaka í stjórnmálum, 32 aukin þekking á merkingu þess að vera borgari, aukinn áhugi á að ræða opinber málefni utan skólans, auknar líkur á að ungt fólk muni kjósa og bjóða sig fram þegar þar að kemur. 33 Sameiginleg gildi og viðnám gegn öfgahyggju Á síðustu árum er sífellt meiri áhugi á því að nota umræður um samtímamálefni til að hjálpa börnum og ungu fólki að öðlast sameiginleg gildi og byggja upp viðnám gegn öfgahyggju. Í fræðiritum má finna svipuð en örlítið frábrugðin sjónarmið. a. Lýðræðisleg umræða Umræður um málefni líðandi stundar eru talin góð leið til að kenna ungu fólki að taka þátt í lýðræðislegum umræðum. Mikilvægur hluti af lýðræðisferlinu og grundvallaratriði til að byggja upp sameiginleg gildi er að ræða við fólk sem hefur önnur gildi og lífsviðhorf en maður sjálfur. Mikilvægt hæfniviðmið fyrir kennara skv. Handbók Evrópuráðsins í hæfni kennara í lýðræðis- og mannréttindafræðslu er að þróa umræðuhæfni nem- enda, sérstaklega hvað varðar viðkvæm og umdeild álitamál. b. Félagslegur samhljómur Umfjöllun um viðkvæm álitamál má nýta sem tæki til að stuðla að frekari félagslegri samstöðu og til að vinna gegn klofningi í samfélaginu (Brown et al., 2012; Gross and Davies, 2015). Menntun er talin„öflugt vopn gegn öfgahyggju sem klýfur samfélög og stuðlar að ágreiningi milli einstaklinga og kyndir undir ótta sem byggir á vanþekkingu og fordómum“. 34 Í opinberum leiðbeiningum fyrir skóla í Englandi er til dæmis lögð áhersla á hlutverk umfjöllunar um viðkvæm álitamál til mótvægis við öfgasjónarmið með því að halda mannréttindum 24. Stradling (1984), p.3. 25. Crick Report (1998), 10.4. 26. Scarratt and Davison (2012), p.38. 27. Hess (2009), p. 162. 28. Claire and Holden (2007). 29. Wegerif (2003). 30. Lambert and Balderstone (2010), p. 142. 31. Soley (1996). 32. Hess (2009), p. 31. 33. Civic Mission of Schools report, quoted in Hess (2009) p28. 34. Greater Manchester Police (2010), p. 5.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=