Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Undirbúningur og þjálfun starfsfólks Bls. 55 Skilgreining á viðkvæmum álitamálum Hugtakið viðkvæmálitamál er notað á ólíka vegu á ólíkum stöðum. Mismunurinn virðist hins vegar ekki mikill heldur virðist hann frekar snúast umólíkar útfærslur á sömu almennu þemunum en grundvallarmun á hugtökum. Viðkvæm álitamál má skilgreina sem málefni sem vekja sterkar tilfinningar og kljúfa samfélög. Yfirleitt er viðkvæmum álitamálum lýst sem deilum eða vandamálum sem eru í deiglunni og vekja sterkar til- finningar. Útskýringar og lausnir erumótsagnakenndar og grundvallast á ólíkum skoðunum, gildum eða hags- munum og hafa þess vegna tilhneigingu til að kljúfa samfélög. Slík málefni eru oft mjög flókin og illmögulegt að ná sáttum um þau með því einu að vísa til röksemda. Þau einkenni viðkvæmra álitamála að vekja sterkar tilfinningar eru oft talin vera einmesta áskorunin sem skólar standa frammi fyrir. Það sem einnig einkennir viðkvæm álitamál að margra mati er hversu pólitískt eldfim þau geta verið, þau hafa því tilhneigingu til að vekja almennar grunsemdir, reiði og áhyggjur hjá nemendum, foreldrum, skólayfirvöldum, kjörnum fulltrúum, trúarleiðtogum, opinberum yfirvöldum og meðal kennara og annars starfsfólks skóla. 20 Hægt er að flokka viðkvæm álitamál í tvennt: annars vegar þau sem eru langvarandi eins og til dæmis átök á milli trúarbragðahópa og spennu á milli ólíkra hópa í nokkrum löndum Evrópu og hins vegar nýleg málefni eins og auknar áhyggjur af trúaröfgum og ofbeldi auk innrætingar og radíkaliseringar ungs fólks í Evrópu. Einnig áhyggjur af auknu einelti og þjófnaði á persónueinkennum á netinu. Báðum þessum flokkum fylgja svipaðar áskoranir eða erfiðleikar hjá kennurum en með ólíkum áherslum. Varðandi langvarandi álitamál felst áskorunin í því hvernig hægt er að stilla umræðuna og koma með eitthvað nýtt varðandi málefnið án þess að einangra hópa eða einstaklinga enn frekar. Varðandi nýuppsprottin álita- mál felst áskorunin í því að geta brugðist við óundirbúnum samtölum af hálfu nemenda, hvernig megi finna áreiðanlegar upplýsingar um málefnið og ákveða hvaða afstöðu kennarinn eigi að taka. Þar sem viðhorf breytast og aðstæður eru ólíkar getur það sem er talið viðkvæmt álitamál á einum tíma virst frekar hættulaust á öðrum og það sem er umdeilt á einum stað ekki verið það annars staðar. Hugmyndin um opinbert heilbrigðiskerfi er sérstaklega umdeild í Bandaríkjunum en varla í nokkru Evrópuríki. 21 Málefni tengd kynvitund og ólíkum trúarbrögðummá auðveldlega taka til umfjöllunar í sumum Evrópulöndum en getur verið mjög erfitt í öðrum. Á sama hátt getur það verið ólíkt eftir skólum og jafnvel bekkjardeildum hvaða málefni teljast viðkvæm álitamál. 22 Stradling (1984) gerir auk þess greinarmun á milli yfirborðskenndra álitamála og þeirra sem eiga sér dýpri rætur. Varðandi þau sem falla undir fyrri skilgreiningu Stradlings þá á að öllu jöfnu að vera hægt að leita lausna með því að vísa til röksemda. Um þau sem falla undir seinni skilgreininguna er ágreiningur byggður á grundvallar- skoðunum eða gildismati og þau eru mun erfiðari viðfangs. 23 Ávinningur þess að fjalla um viðkvæm álitamál Stradling (1984) skiptir rökum fyrir því að taka viðkvæm álitamál fyrir í skólastarfi í tvennt eftir því hvort þau lúta að niðurstöðu eða ferli. 20. Stradling (1984) p.2. 21. Hess (2009). 22. Stradling (1984). 23. Stradling (1984), p.2.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=