Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 54 Uppruni Yfirlitskaflinn er unnin úr Aðgerðaáætlun um tilraunaverkefni um lýðræði og mannréttindi sem er samstarfs- verkefni Evrópuráðsins og Evrópusambandsins. Yfirlitskaflinn og kaflarnir um ígrundun í þessari handbók og handbók fyrir kennara, Viðkvæmálitmál og nemendur, mynda saman fræðsluefni fyrir allt skólastarf á þessu sviði. Efnið tekur mið af grunngildum Evrópuráðsins, sem eru lýðræði, mannréttindi og réttarríki, og því viðhorfi að menntun sé vörn gegn andfélagslegum öflum eins og öfgahyggju og radíkaliseringu ungs fólks, útlendinga- hatri og gyðingahatri, ofbeldi og hatursorðræðu, minnkandi trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum og neikvæðum áhrifum efnahagslegrar kreppu. Kaflinn hefur verið mótaður og prufukeyrður víðs vegar um Evrópu af fulltrúum þeirra landa sem taka þátt í tilraunaverkefninu. Inntakið Almennar áhyggjur eftir alvarleg ofbeldisverk og félagslega upplausn í nokkrum löndum Evrópu auk nýrrar hugsunar í lýðræðis- og mannréttindafræðslu hafa orðið þess valdandi að umfjöllun skóla um viðkvæm álita- mál er orðin afar áríðandi. Í fyrsta lagi má nefna að uppþotin í London og hatursmorðin í Noregi 2011, Charlie Hebdo árásin og fjölda- drápin í París 2015, sjálfsmorðssprengjuárásir í Belgíu og árasin í Nice 2016 og áhrifin af sívaxandi flóttamanna- straumi frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum hafa kallað á allsherjar endurskoðun um alla Evrópu á því hvaða hlutverki skólar gegna í siðferðislegri og lýðræðislegri fræðslu fyrir ungt fólk. Í öðru lagi þá hefur stefna í lýðræðis- ogmannréttindafræðslu í Evrópu færst frá því að vera bundin við verkefni í námsbókum og fræðilega þekkingu yfir í áherslu á virkt þátttökunám og umfjöllun um raunveruleg málefni líðandi stundar. Ríkjandi samstaða er um að lýðræðisleg réttindi, virðing fyrir mannréttindum og skilningur á fjölbreytileika lærist betur með athöfnum en því að læra staðreyndir. Í samræmi við það hefur námsefni um það sem er óvænt og umdeilt verið sett inn í námskrá um lýðræðis- og mannréttindafræðslu. Þegar umdeild og erfiðmálnefni eru sett inn í námskrána vakna uppmargar spurningar í skólum til dæmis um kennsluaðferðir. Í kennarahandbókinni Viðkvæmálitamál og nemendur (Kerr and Huddleston, 2015) er þessum spurningum velt upp og bent á leiðir til að svara þeim. Þetta vekur einnig upp spurningar varðandi forystu og stjórnun skóla, til dæmis hvernig á að: f f Hvetja kennara til að vera reiðubúna að fjalla um viðkvæm álitamál í öllum námsgreinum? f f Styðja kennara í samskiptum við foreldra? f f Tryggja að starfsfólk hafi aðgang að nauðsynlegri fræðslu til að geta fjallað um viðkvæm álitamál á ábyrgan hátt og af tillitssemi? f f Skapa tækifæri fyrir umfjöllun um viðkvæm álitamál innan og utan kennslustofunnar til dæmis á samkomum, í nemendaráðum, nemendaþingum og umræðuhópum? f f Þróa og viðhalda gæðum í kennslu og samræmdum leiðum í öllu skólastarfi. f f Skapa styðjandi skólabrag? f f Bregðast við áhyggjum foreldra og annarra hlutaðeigandi þar á meðal fjölmiðla? Yfirlit yfir fræðirit Undanfarna þrjá til fjóra áratugi hefur þeim fræðiritum fjölgað sem segja umfjöllun um viðkvæm álitamál lyk- ilatriði í lýðræðis- og mannréttindafræðslu en á sama tíma bent á þær áskoranir sem kennarar standa frammi fyrir þegar þeir fjalla um viðkvæm álitamál. Um er að ræða bæði höfundarit og ritstýrðar útgáfur (til dæmis Berg et al., 2003; Claire and Holden, 2007; Cowan andMaitles, 2012; Hess, 2009; Stradling et. al, 1984), greinar í fræðiritum (til dæmis Ashton andWatson, 1998; Clarke, 1992; Dearden, 1981; Kelly, 1986; Soley, 1996; Wilkins, 2003) og gagnlegar leiðbeiningar og efni á netinu (online resources) (til dæmis Huddleston and Kerr, 2006, CitizED, 2004; Citizenship Foundation, 2004; Clarke, 2001; Crombie and Rowe, 2009; City of Dublin Vocational Education Committee, 2012; Fiehn, 2005; Oxfam, 2006; Richardson, 2011).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=