Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Bls. 53 Viðauki II Átakastjórnun: Hugmyndir fyrir skólastjóra og aðra stjórnendur skóla – Yfirlitskafli Inngangur Tilgangur Miklir fólksflutningar í Evrópu og aukinn fjölbreytileiki er þess valdandi að aldrei áður hefur skipt eins miklu máli hvernig skólar taka á viðkvæmum álitamálum. Málefni sem eru umdeild og falla undir viðkvæm álitamál í skólum eru frábrugðin á milli landa og taka einnig breytingum eftir því sem tíminn líður. Dæmigerð viðkvæm álitamál í Evrópu um þessar mundir eru fólksflutn- ingar, flóttamenn, kyn og kynferði – einkum réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, notkun tákna og klæðnaðar sem tengist trúarbrögðum á almanna færi, öfgahyggja og aðgerðir gegn hryðjuverkum, ofbeldi gegn börnum, efnahagslegar þrengingar og eðli evrópskra stjórnmála. Þó að það geti verið freistandi fyrir skóla að sneiða hjá slíkum málefnum væru það mikil mistök. Ávinningur af því að fjalla um viðkvæm álitamál með nemendum er mikill. Umfjöllunin hjálpar börnum og ungu fólki að dýpka þekkingu sína, eflir greinandi og gagnrýna hugsun og eykur lýðræðis- borgaravitund. Í síauknummæli er litið á umfjöllun um viðkvæm álitamál sem aðferð til að draga úr átökum og klofningi bæði innan skóla og í stærra samhengi og aðferð til að þróa sameiginleg gildi og byggja viðnám gegn öfgahyggju og annarri áhættuhegðun. Skólar geta ekki lengur litið svo á að viðkvæm álitamál komi þeim ekki við og ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi eru námskrár aldrei gildislausar og alltaf má gera ráð fyrir andstöðu frá hópum sem hafa annað gildismat. Í öðru lagi munu nemendur alltaf koma fyrirvaralaust með óvæntar spurningar. Í þriðja lagi þá lesa börn og ungt fólk umfjöllun um viðkvæm álitamál í fjölmiðlum, þar með talið samfélags- miðlum (í gegnum síma, spjaldtölvur, tölvur o.s.frv.). Mörg þeirra hafa sjálf persónulega reynslu af því hvaða áhrif slík álitamál hafa á daglegt líf. Skólar sem taka umdeildmál og viðkvæm álitamál alvarlega standa frammi fyrir mikilvægum spurningum, ekki einungis varðandi kennsluaðferðir heldur einnig forystu og stjórnun, til dæmis í sambandi við stefnumótun, gerð námskráa og kennsluáætlana, undirbúning, stuðning við kennara, gæðastjórnun og áhyggjur foreldra. Í yfirlitskaflanum er sjónumbeint að nokkrumþessara spurninga frá sjónarhorni skólastjóra og annarra stjórn- enda skóla og gefið yfirlit yfir fræðilegar upplýsingar og tæki til ígrundunar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=