Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 52 5. Að fylgja eftir með eftirliti og mati Mögulegar aðgerðir. f f Skilgreina viðmið um árangur. – Hvernig er hægt að vita að umfjöllun um viðkvæm álitamál sé samkvæmt áætlun? – Hverju á að ná fram? Auknu samræmi í kennslu og námi, auknu sjálfstrausti kennara, bættum samskiptum á milli ólíkra hópa, betri árangri? f f Koma á eftirlitis-, mats- og endurskoðunarferlum. – Hvernig verður fylgst með framvindunni? – Hvaða aðferðir á að nota til þess? Könnun meðal nemenda og/eða kennara, rýnihópum eða með því að fylgjast með kennslustundum? f f Skilgreina hvaða gögnum verður safnað, hvenær og hver gerir það. – Hvað gefur til kynna að aðgerðin leiði til árangurs? Til dæmis hlutfall ánægðra nemenda og/eða kennara, skólabragur sem einkennist ekki af útilokun og betri árangur nemenda í verkefnum og á prófum? f f Tryggja að starfsfólk fái reglulega endurgjöf um hvernig gangi. – Hvers konar endurgjöf mun starfsfólkið fá og í hvaða formi? Til dæmis með munnlegum skýrslum á starfsmannafundum, skýrslum frá fagstjórum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=