Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Undirbúningur og þjálfun starfsfólks Bls. 51 f f Skilgreina leiðir til að hafa yfirsýn yfir umfjöllun um viðkvæm álitamál þvert á námsgreinar. – Hverjir eru kostirnir við að tilnefna einstakling til að vera tengiliður eða mentor? – Hvaða hæfni þyrfti slíkur einstaklingur að búa yfir? – Hvaða ábyrgð ætti hann að hafa? – Væri árangursríkara að stofna teymi? – Ef svo er hvernig ætti að velja í slíkt teymi? – Hvernig gætu það deilt ábyrgð? f f Endurskoða leiðir til áhættustjórnunar. – Hvar er skólinn mest berskjaldaður? – Er hægt að hafa samband við foreldra með hraði ef með þarf? – Hvaða leiðir eru færar til að svara fjölmiðlum, þ.m.t. samfélagsmiðlum? – Er til fjölmiðlavæn útgáfa af rökunum fyrir umfjöllun um viðkvæm álitamál? – Vita allir hvað þarf að gera til að vernda og styðja við nemendur ef ytri atburðir eða vandamál hafa áhrif á skólasamfélagið? 4. Að skipuleggja aðgerðir/Að búa til aðgerðaráætlun Mögulegar aðgerðir. f f Skilgreina núverandi styrkleika í umfjöllun um viðkvæm álitamál. – Hvaða árangursríku aðferðir eru í notkun? – Hvernig má byggja á þeim? – Hvaða sérfræðiþekking er til innan starfsmannahópsins? – Hvernig getur hún komið að góðu gagni? f f Skilgreina þætti sem þarf að þróa áfram. – Hversu styðjandi er námsumhverfið? – Hvernig er skólanámskránni framfylgt? – Hversu mikill skilningur er á rökunum fyrir því að fjalla um viðkvæm álitamál? – Hversu árangursríkar eru uppeldisaðferðirnar sem starfsfólkið notar? – Hversu samræmd er kennsla á milli námsgreina? – Hversu áhrifarík er rödd nemenda? – Er áhættumatið nægilega ítarlegt? – Hversu vel skilja foreldrar og styðja þá leið sem skólinn fer í umfjöllun um viðkvæm álitamál? – Eiga kennarar og nemendur greiðan aðgang að persónulegri leiðsögn og stuðningi? f f Skilgreina þörf starfsfólks á undirbúningi og fræðslu. – Hve vel skilja kennarar rökin fyrir því að fjalla um viðkvæm álitamál? – Hversu sáttir eru þeir við hlutverk sitt í kennslunni? – Hve mikla hæfni hafa þeir til að halda utan umumræður, beita áhrifaríkum spurningum, taka tillit til tilfinninga nemenda o.s.frv.? – Hversu auðvelt eiga þeir með að koma á auga á viðkvæm álitamál í kennslugreinum sínum? – Hversu öruggir eru þeir í að takast á við viðkvæm álitamál utan kennslustofunnar, til dæmis á göngum og skólalóðum? f f Skilgreina þörf á úrræðum. – Hvers konar fræðslu er þörf fyrir? – Er hægt að sækja sérfræðiþjónustu utan skólans til dæmis frá stofnunumá vegumsveitarfélagsins eða annarra opinberra aðila, háskólum eða öðrum skólum? f f Móta aðgerðaráætlun. – Hverju á að ná fram? – Hvaða leiðir á að fara? – Hver eru áætluð verklok? – Hverjir eru lykileinstaklingarnir sem hafa þarf með og hvaða hlutverki gegna þeir?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=