Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Bls. 49 Viðauki I Gátlisti ummögulegar aðgerðir Í kaflanum er gátlisti með hugmyndum að aðgerðum sem skólastjórastjórnendur geta stuðst við þegar þróa á aðferðir til að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum. Aðgerðirnar byggja á tækjunum níu í köflunum hér á undan. Hvaða aðgerðir skólinn ákveður og hver framkvæmir þær fer eftir aðstæðum á hverjum stað. Ólíklegt má telja að nokkur skóli noti þær allar. Þær eru fyrst og fremst hugsaðar til leiðbeinandi ígrundunar og til að hjálpa til við áætlanagerð. Hverri aðgerð í gátlistanum fylgja spurningar sem ætlað er að hvetja til umhugsunar og samræðna ummikil- vægi og framkvæmd. 1. Fara yfir leiðbeiningar og stefnu Mögulegar aðgerðir. f f Fara yfir fyrirmæli, leiðbeiningar, reglur og skyldur – til dæmis um rödd nemenda, samheldni innan samfélagsins, fræðslu um kynlíf og sambönd eða pólitíska innrætingu. – Hvernig tengjast þessi atriði umfjöllun um viðkvæm álitamál? – Eru þau styðjandi og samhljóma? – Getur umfjöllun um viðkvæm álitamál hjálpað til við að innleiða þessi atriði? f f Endurskoða gildandi skólastefnu – til dæmis um jafnrétti, barnavernd, aðgerðir gegn einelti eða um hegðun og aga. – Hvernig tengjast þessir þættir umfjöllun um viðkvæm álitamál? – Eru þeir styðjandi og samhljóma? – Getur umfjöllun um viðkvæm álitamál hjálpað til við að innleiða þessa þætti? 2. Fara yfir gildandi stefnu og starfsemi Mögulegar aðgerðir. f f Skilgreina þau málefni sem nú þegar eru talin viðkvæm álitamál. – Hvaða málefni telja kennarar umdeild og viðkvæm? – Í hvaða námsgreinum eru þau? – Hvað gerir þessi málefni umdeild og viðkvæm? f f Ræða við kennara um reynslu þeirra af því að fjalla um viðkvæm álitamál. – Treysta kennarar sér til að fjalla um viðkvæm álitamál? – Hvaða áhyggjur hafa þeir? – Hvaða fræðslu, undirbúning og stuðning telja þeir sig þurfa? f f Endurskoða leiðir sem þegar eru notaðar til að fjalla um viðkvæm álitamál í ólíkum námsgreinum. – Hvernig er fjallað um viðkvæm álitamál? – Hvaða kennsluaðferðir eru notaðar? – Hve mikið samræmi er á milli námsgreina?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=