Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Undirbúningur og þjálfun starfsfólks Bls. 47 Hvar liggja styrkleikar og veikleikar starfsfólks varðandi umfjöllun um viðkvæm álitamál? Að hvaða leyti er fræðsla fyrir stjórnendur öðru vísi en fyrir kennara? Hvernig er best að standa að henni? Hvernig er best að byrja? Ef ætlunin er að bjóða upp á fræðslu um viðkvæm álitamál er best að byrja á að nota eitthvað af verkefnunum í kennarahandbókinni Viðkvæm álitamál og nemendur . 19 Handbókin hefur verið tilraunakennd með kennurum í nokkrum Evrópulöndummeð góðum árangri. Í henni eru verkefni sérstaklega ætluð kennurum og hönnuð til notkunar um alla Evrópu og í öllum skólagerðum. Í handbókinni er tekið á atriðum eins og hvaða áhrif persónulegar skoðanir kennara hafa á það hvernig þeir fjalla um viðkvæm álitamál, hvernig hægt er að taka á skoðanaágreiningi og fullyrðingumum sannindi, hvernig taka má tillit til nemenda og vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu, hvernig fjalla má um um málefni af yfirvegun þrátt fyrir að nægilegar bakgrunnsupplýsingar séu ekki fyrir hendi. 19. https://rm.coe.int/CoERMPublicCommonSearchServices/DisplayDCTMContent?documentId=09000016806948b6.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=