Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Bls. 45 9. kafli Undirbúningur og þjálfun starfsfólks Á greiningur og átök eru óumflýjanleg og vaxandi þáttur í starfi evrópskra skóla. Þrátt fyrir þessa staðreynd fá fáir skólastjórnendur og kennarar þjálfun í því að taka á viðkvæmum álitamálum. Í kennaramenntun er lítið eða ekkert fjallað um þetta svið. Ekki heldur í námi fyrir verðandi skólastjórnendur. Ef umfjöllun um viðkvæm álitamál á að bera árangur er nauðsynlegt að bjóða upp á fræðslu. Í þessum kafla er fjallað um hlutverk fræðslu fyrir starfsfólk um aðferðir til að taka á viðkvæmum álitmálum. Hvers konar fræðsla? Skipulagðri fræðslu um viðkvæm álitamál má skipta í nokkur breið svið eftir markhópum og áherslum: f f Að allt starfsfólk öðlist skilning á því hvers vegna fjalla beri um viðkvæm álitamál í skólum. f f Að kennarar sem kenna tilteknar greinar öðlast betri skilning á ákveðnummálefnum eins og helförinni. f f Að allir kennarar öðlist hæfni til að fjalla um viðkvæm álitamál. f f Að skólastjórnendur geti stýrt ferlinu þegar stefna um viðkvæm álitamál er mótuð og henni hrint í framkvæmd. Hefur einhver starfsmaður skólans fengið formlega fræðslu í að fjalla um viðkvæm álitamál? Ef svo er hvaða fræðslu og hvernig hefur hún nýst? Hvers konar fræðslu er hægt nota? Aðferðir sem hvetja til samtala og að fólk deili reynslu virka meira hvetjandi fyrir allt starfsfólk skóla en nám- skeið sem einstakir starfmenn fara á utan skólans (t.d. um kynfræðslu) auk þess sem þær stuðla að því að allir öðlist sérþekkingu í viðkvæmum álitamálum. Lykilatriði í þessu sambandi er að koma á jafningastuðningi milli starfsfólks til að fjalla um um viðkvæm álita- mál og til eru margar leiðir til að ná því. Nokkrar aðferðir til að undirbúa starfsfólk skóla: f f Vettvangsathugun – að fylgjast með kollega fjalla um tiltekin málefni eða um viðkvæm álitamál almennt. f f Leiðsögn – að funda reglulega með starfsfélaga sem er reyndur á þessu sviði og ræða við hann um hvernig gangi að fjalla um ákveðin málefni og fá nýjar hugmyndir. f f Samstarf við gerð kennsluáætlana – tveir kennarar gera saman áætlanir um viðkvæm álitamál. f f Rannsóknarverkefni – hópur kennara hittist vikulega til að ræða aðferðir sem kennararnir hafa notað til að fjalla um viðkvæm álitamál. f f Teymiskennsla – kennarar fjalla saman um ákveðið málefni í kennslustund. f f Námskeið og ráðstefnur utan skólans – í tengslum við ákveðinmálefni eða umþað hvernig almennt er hægt að taka viðkvæm álitamál fyrir í skólum. f f Þróunarsamtal – ræða aðferðir til að fjalla um viðkvæm álitamál við næsta yfirmann sem lið í starfsþróun. f f Þátttaka í samtökum eða verkefnum utan skólans – að veita starfsfólki tækifæri til að taka þátt í t.d. námskeiðum um viðkvæm álitamál. f f Sérfræðingur – starfsmaður sem lært hefur að fjalla um viðkvæm álitamál fær greitt fyrir að fræða samstarfsfélaga á stigsfundi, starfsmannafundi eða ársfundi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=