Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Áhættustjórnun Bls. 43 Hversu árangursríkar eru leiðirnar sem skólinn notar til að takast á við vandamál? Eru einhver svið semmætti þróa áfram og ef svo er hvaða? Hvernig er tekið á athugasemdum á samfélagsmiðlum? Í ljósi eðlis samfélagsmiðla má gera ráð fyrir því að skólar fái þar stundum neikvæðar athugasemdir og gagn- rýni. En ekki ætti að þurfa að bregðast við þeimnema gagnrýnin sé viðvarandi og stöðug og beita þarf faglegri dómgreind til að meta hvenær og hvernig bregðast á við. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að ástandið versni og athugasemdir dreifist víðar. Þegar um gagnrýni er að ræða en ekki persónulegar árásir er hægt að bjóða þeim sem bera ábyrgð á athugasemdunum að koma í skólann og ræða áhyggjur sínar eða benda þeim á að senda inn formlega kvörtun eftir þar til gerðum leiðum. Ef hins vegar athugasemdirnar verða ærumeiðandi, ógnandi eða fela í sér kynþáttafordóma gæti verið ráð að leita eftir lagalegri aðstoð eða hafa samband við viðkomandi yfirvald og lögregluna. Hversu miklar líkur eru á því að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á skólann? Er það eitthvað sem hafa þarf áhyggjur af og ef svo er hvers vegna? Hvar er best að byrja? Ef vilji er til að draga úr ýmiss konar áhættu í tengslum við umfjöllun um viðkvæm álitamál í skólum er góð leið að byrja á að gera einfalt áhættumat á skólastarfinu almennt. Byrja á því að átta sig á hvar meginhætturnar liggja. Síðan að leggja mat á hverja fyrir sig í sambandi við hugsanleg áhrif og hve raunverulegar þær eru, með mikið , meðal og lítið . Einnig er hægt að gefa hverri hugsanlegri hættu einkunn frá 0 – 5. Með því að leggja einkunnirnar saman má fá góða yfirsýn yfir hættumatið sem síðan má nota sem leiðarvísi til að bæta leiðirnar í framtíðinni. Skólastjóri getur gert þetta einn eða fengið stjórnendateymið til liðs við sig.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=