Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Bls. 41 8. kafli Áhættustjórnun Í öllu skólastarfi þarf að taka einhverja áhættu, annars yrði engin framþróun. Áhættustjórnun snýst um að koma auga á og meta mögulega áhættu og að bregðast við henni. Áhættu má skipta í tvo flokka. Áhætta í tengslum við viðkvæm álitamál getur falist í: áhrifum á nemendur og hegðan þeirra, viðbrögðum foreldra, fjölmiðlaumfjöllun og afstöðu fulltrúa í hverfinu bæði kjörinna og trúarleiðtoga. Kvartanir frá foreldrum, nei- kvæð fjölmiðlaumfjöllun eða afskipti kjörinna fulltrúa og trúarleiðtoga er eitthvað sem skólinnmá alltaf gera ráð fyrir. Öflug áhættustjórnun er því mikilvægur þáttur í því hvernig tekið er á viðkvæmum álitamálum í skólum. Í þessum kafla er fjallað um hlutverk áhættustjórnunar þegar aðferðir í umfjöllun viðkvæmra álitamála eru mótaðar. Hvað felst í áhættustjórnun? Áhættustjórnun má skipta í tvennt: Annars vegar viðleitni til að draga úr áhættu eða draga úr afleiðingum ef hún verður. Hins vegar krísustjórnun sem byggir á því að hafa metið ástandið fyrir fram. Hér verður betur farið í þessa tvo þætti. Hvernig má draga úr áhættu þegar fjallað er um viðkvæm álitamál? Mikið af áhættunni sem tengist viðkvæmum álitamálum skapast vegna misskilnings eða vanþekkingar á mark- miðummeð umfjölluninni. Draga má verulega úr hættunni á að særa einhvern vegna misskilnings þegar rök fyrir umfjöllun um viðkvæm álitmál eru skýr og öllum skiljanleg. Til eru nokkrar leiðir til að ná því: f f Tryggja samræmi í umfjöllun um viðkvæm álitamál til dæmis með samstarfi kennara eða leiðbeinandi reglum. f f Veita foreldrum upplýsingar um rök skólans fyrir því að fjalla um viðkvæm álitamál til dæmis með leiðbeiningum. f f Koma gildum skólans á framfæri til dæmis í sýn skólans eða stefnu. f f Stuðla að opnum skólabrag til dæmis með því að gefa nemendum tækifæri til að koma með endurgjöf á kennslu og námið, að kennarar geti rætt áhyggjur sínar og að foreldrar geti komið áhyggjum sínum á framfæri. f f Tryggja að samskipti séu skýr og skiljanleg til dæmis varðandi leiðbeiningar um heimanám. f f Búa til samskiptareglur í sambandi við viðburði sem tengjast viðkvæmum álitamálum til dæmis um gestafyrirlesara eins og stjórnmálamenn, trúarleiðtoga eða forystumenn í samfélaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=