Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Þátttaka foreldra Bls. 39 Dæmisaga: Skóli í þéttbýli í Írlandi Þetta er fjölmennur skóli í þéttbýli með nemendur af ólíku þjóðerni. Í sýn skólans er hvers kyns fjölbreytileika fagnað. Nemendaráðið skipulagði viku helgaða réttindum sam- og tvíkynhneigðra og transfólks (LGBT). Meðal þess sem gert var í vikunni var að fá gestafyrirlesara, taka sjálfsmyndir sem tengjast efninu og skipu- leggja viðburði undir yfirskriftinni segjumnei við einelti . Heilbrigðisráðherrann kom í byrjun vikunnar og dró fána LGBT að húni og fjallað var um atburðina í fjölmiðlum. Hópur foreldra frá Austur-Evrópu sem allur tilheyrði ákveðinni kirkju viðraði áhyggjur sínar við prestinn og hann ásamt fleiri kirkjuleiðtogum í samfélaginu skrifaði kvörtunarbréf til skólanefndarinnar og velunnara skólans. Foreldrarnir ákváðu í sameiningu að láta börn sín ekki mæta í skólann það sem eftir var af vikunni. Skólinn brást skriflega við bréfi kirkjuleiðtoganna og útskýrði hvaða rök lægju að baki verkefninu. Bréfið frá skólanum fór einnig til hlutaðeigandi foreldra þar sem fram kom að skólinn virti ákvörðun þeirra en útskýrði jafnframt tilganginn með vikunni. Þó að foreldrarnir væru ósáttir við að börnin þeirra hefðu tekið þátt í atburðunum ákváðu þeir eftir að hafa séð málið frá sjónarhorni skólans að láta kyrrt liggja. Mjög vel tókst til með vikuna og hún er núna orðin fastur liður á skóladagatalinu. 10 Hvar er best að hefjast handa? Ef vilji er til að bjóða stærri hópi foreldra að taka þátt í skólastarfinu er ágætt að byrja á því að skipuleggja fundi með foreldrum sem eru innflytjendur eða tileyra minnihluta hópum auk foreldrum barna sem eru nýbyrjuð í skólanum. Veljið tíma sem hentar flestum. Viðfangsefni fundarins gætu verið þekking á tungumálinu, skóla- kerfið, jafnrétti, réttindi og skyldur foreldra og stefna og áætlanir skólans. 10. Personal communication from Mary Gannon.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=