Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 38 Hvað er gert til að foreldrum finnist þeir velkomnir í skólann? Hvers vegna á að hafa foreldra með í skólastarfinu? Foreldrar sem taka beinan þátt í skólastarfinu eru líklegri til að sýna því skilning og styðja að rætt sé um við- kvæmmál við nemendur. Þátttaka foreldra í skólastarfinu auðveldar þeim að átta sig á hvað skólinn er að reyna að gera. Það getur einnig eytt misskilningi og sefað ótta sem foreldrar kunna að hafa. Til eru nokkrar leiðir til að stuðla að þátttöku foreldra í skólastarfinu. Dæmi: f f Að hafa samráð við foreldra um stefnu skólans til dæmis með könnun um skólabraginn. Aðkoma foreldra að ákvarðanatöku er ólík eftir löndum. Mikilvægt er að skýrar reglur séu um hvert valdsvið foreldra er og ætti það að takmarkast við formlega starfsemi eins og foreldrafélag eða skólastjórn en foreldrar ættu ekki að geta beitt neitunarvaldi við ákvarðanir skólans. f f Að hafa foreldra með í námi nemenda, til dæmis í heimanám um viðkvæm álitamál, nemendur gætu tekið viðtöl við fjölskyldumeðlimi um viðhorf þeirra og reynslu, eða verið með umræðukvöld þar sem nemendur kynna atriði sem tengjast ákveðnu álitamáli og hinir fullorðnu taka að sér að vera áheyrendur og tjá börnunum væntingar og umhyggju. f f Að bjóða foreldrumað taka þátt í kennslustund, biðja til dæmis foreldri semhefur faglega sérfræðimenntun í tiltekinni kennslugrein að koma og tala um viðkvæmt álitamál (t.d. læknir eða lögmaður). Að hvemiklu leyti reynir skólinn að fá foreldra til að taka þátt og hvaða aðferðir eru notaðar? Hvers vegna er það mikilvægt og hver er tilgangurinn? Hvað þurfa foreldrar að vita um nálgun skólans á umfjöllun um viðkvæm álitamál? Viðkvæm álitamál koma oft fyrirvaralaust upp, þess vegna er gott að foreldrar viti fyrir fram hvernig tekið er á slíkum málum í skólanum og séu undir það búnir þegar þar að kemur. Til dæmis er hægt að láta foreldra fá þær grundvallarreglur sem gilda með dæmum um þau viðkvæmu álitamál sem tekin verða til umfjöllunar með nemendum. Taka má framundir hvaða kennslugreinar í námskránni umfjöllunin fellur, hvaða kostir fylgja umfjölluninni fyrir nemendur og hvernig það undirbýr þá undir lífið utan skólans. Einnig er hjálplegt að greina foreldrum frá stefnu og ætlunum skólans í öðrummálumog hvernig þær tengjast umfjöllun um viðkvæm álitamál. Sem dæmi má nefna samskiptaáætlun, jafnréttisáætlun og forvarnaráætlun gegn einelti og mismunun. Umfjöllun um viðkvæm álitamál: leiðbeiningar til foreldra. Dæmi um leiðbeiningar til foreldra til að fullvissa þá um að kennarar muni gæta hlutleysis þegar þeir fjalla um viðkvæm álitamál. Kennarar í okkar skóla f f leiða umræður og rökræður frekar en að vera einhvers konar yfirvald í viðkomandi málefni. Kennarar í okkar skóla munu ekki f f halda því fram við nemendur að persónulegar skoðanir þeirra jafngildi sannindum f f segja álit sitt á skoðunum annarra f f leggja fram upplýsingar sem áreiðanlegar staðreyndir heldur sjónarmið. 17 9 Er minnst á viðkvæm álitamál í samskiptum skólans við foreldra? Hve mikilvægt er að gera það? 17. http://ccea.org.uk/sites/default/files/docs/curriculum/area_of_learning/CCEA_Controversial_Issues.pdf.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=