Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Bls. 37 7. kafli Þátttaka foreldra Þ að er ekki óalgengt að foreldrar setji ákveðinn fyrirvara í sambandi við hvað börnum þeirra er kennt í skólum, stundum vegna ákveðins misskilnings. En stundum er það af prinsippástæðum til dæmis þegar foreldrar vilja ekki að barn fái fræðslu um ákveðin málefni af trúarlegum eða hugmyndafræðilegum ástæðum. Hægt er að eyða slíkum misskilningi á skjótan hátt með því að skapa tengsl við foreldra og taka á málum áður en þau verða að vandamáli. Augljóslega skiptir þetta miklu máli um það hvernig tekið er á við- kvæmum álitmálum. Í þessum kafla er fjallað um mikilvægi þess að mynda tengsl við foreldra þegar móta skal aðferðir í umfjöllun viðkvæmra mála. Hvernig er hægt að mynda tengsl? Traust tengsl skipta höfuðmáli þegar tekið er á viðkvæmum álitamálum. Foreldrar þurfa að finna að skólinn hefur eins og þau hagsmuni barnanna að leiðarljósi í öllum málum. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að þegar fjallað er í skólanum um viðkvæm álitamál er það gert af tillitssemi og á yfirvegaðan hátt og virðing borin fyrir ólíkum sjónarmiðum, þ.m.t. foreldranna. Til eru nokkrar leiðir til að mynda slíkt traust. Að mynda tengsl við foreldra – lykilatriði f f Að kynnast foreldrum og hlusta á skoðanir þeirra. f f Að láta foreldrum finnast þeir vera þátttakendur í skólastarfinu. f f Að hafa þá með í skólastarfinu. f f Að upplýsa þá um hvernig skólinn nálgast umfjöllun um viðkvæm álitamál. Að hve miklu leyti styðja foreldrar starfið í skólanum? Hvemikilvægt er að traust ríki ámilli heimilis og skóla? Hvernig verður því best komið á? Hvernig fer skóli að því að láta foreldrum finnast þeir tilheyra? Ef foreldrum á að finnast þeir tilheyra þarf að koma fram við þá sem einstaklinga. Jafnframt þarf skólinn að virða hlutverk þeirra sem uppalenda barna sinna. En fyrst og fremst þurfa foreldrar að finna að þeir séu velkomnir í skólann til dæmis með því að auðvelda þeim að ná sambandi við starfsmenn eða að fá fund óski þeir þess. Þessum mikilvægu skilaboðum þarf að koma á framfæri til foreldra í samskiptum við þá en einnig þurfa þau að sjást í merki, einkunnaorðum og sýn skólans, á heimasíðu, fréttabréfum, anddyri skólans og gestarými, í foreldraviðtölum og atburðum á vegum skólans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=