Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Leiðsögn og stuðningur Bls. 35 f f Málamiðlun á jafningjagrunni – nemandi sem hefur fengið þjálfun í að miðla málum leysir deilur á milli nemenda. f f Sérstakur verndari barna – aðili sem nemendur geta leitað til eftir tilfinningalegum stuðningi og er fyrsti tengiliðurinn fyrir nemendur, foreldra, kennara og annað starfsfólk auk utanaðkomandi aðila um það sem varðar verndun barna. f f Félagsfærni og lífsleikni – fræðsla um það hvernig standast má hópþrýsting. f f Þátttaka foreldra og samfélagsins – að vinna náið með foreldrum um málefni sem varða velferð nemenda en einnig með ýmsum aðilum í samfélaginu, t.d. kjörnum fulltrúm og trúarleiðtogum. Dæmisaga: Einkaskóli í Englandi Í einkaskóla í Englandi kvartaði nemandi sem var eini strákurinn sem var Gyðingatrúar við kennara yfir því að hann væri lagður í einelti af bekkjarbróður sem var af bresk-pakitönskum uppruna og sá fengi stuðning frá öðrum nemendum. Strákurinn var kallaður Jesú-morðingi og morðingi Palestínumanna. Honum var sagt að honum yrði refsað fyrir glæpi sem Gyðingar hefðu framið og að helförin hefði aldrei átt sér stað. Hann varð daglega fyrir einelti ekki einungis í skólanum heldur líka í lestinni á leiðinni heim. Hann dró sig inn í skel og neitaði að fara í skólann. Skólinn leitaði eftir ráðleggingumhjá þjónustumiðstöð í hverfinu sem aðstoðaði minnihluta hópa. Ráðgjafi þar hélt fundmeð skólastjórnendumumhvernig best væri að taka á málinu. Foreldrar drengsins voru beðnir um að koma í skólann til að ræða við þá. Þá var ákveðið að bjóða Imam í hverfinu og rabbí fjölskyldunnar að taka þátt í umræðunum. Saman töluðu þeir við gerendurna og foreldra þeirra. Þeir veittu einnig drengnum sem varð fyrir eineltinu og foreldrum hans stuðning. Imaminn talaði um nauðsyn á friði og sáttum á föstudagsbænahaldi hjá Múslimum hverfisins. Ráðgjafi þjónustumiðstöðvarinnar fylgdi þessu eftir með því að stjórna fundi nemenda á sal um afleiðingar kyn- þáttahaturs og eineltis. Einnig voru umræður í kennslustundum þar sem nemendur fengu tækifæri til að ræða málin frekar með kennurum og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvaða afleiðingar kynþátta- fordómar og einelti hafi á skólasamfélagið. Engin fleiri eineltismál vegna kynþáttar komu í skólanum. 16 Hversu vel er skólinn undirbúinn til að takast á við vandamál sem upp kunna að koma hjá nemendumþegar fjallað er um viðkvæm álitamál? Eru einhverjir þættir sem þarf að styrkja enn frekar? Ef svo er hvaða og hvers vegna? Hvar er best að hefjast handa? Ef skólastjóri hefur hug á að efla enn frekari stuðning við kennara er ágætt að byrja á að sitja tíma hjá ein- hverjum sem vantar aðstoð við að fjalla um viðkvæm álitamál. Skólastjórinn getur bent kennaranum á ákveðnar aðferðir og útskýrt þær eða notað hlutverkaleik til að sýna hvernig hægt er að beita þeim í kennslu. Til dæmis aðferðir til að halda utan um umræður, að spyrja fjölbreyttra spurninga o.s.frv. Þegar skólastjórinn lítur við í tíma hjá kennaranum er mikilvægt að taka fram að ætlunin sé einungis að fylgjast með hvernig aðferðirnar eru í framkvæmd en ekki í öðrum tilgangi. Vera skólastjórans í kennslustofunni veitir kennaranum tækifæri til að reyna aðferðirnar og dregur úr hættu á að nemendur neiti að taka þátt. Því lengur sem skólastjórinn er í stofunni því líklegar er að nemendur sjái að skólanum finnst þetta mikilvægt (jafnvel þótt skólastjórinn sitji aftast og sé í tölvunni). Einnig geta aðrir skólastjórnendur tekið þetta að sér. 16. www.sgsts.org.uk/SupportForVulnerablePupils/EMTAS/Shared%20Documents/Recording%20and%20reporting%20racist%20inci- dents.pdf.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=