Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 34 Aðstæður sem geta reynst starfsfólki erfiðar og dæmi um stuðningsaðgerðir f f Stefnumótun – skýr rammi um ábyrgð allra stjórnenda og starfsmanna á þáttum eins og hegðun og aga, samskiptum við foreldra og stofnanir utan skólans. f f Formleg leiðsögn – hvernig fjalla má um viðkvæm álitamál, koma m.a. með ábendingar um hvað skuli gera þegar viðhorf kennara eru á einhvern hátt frábrugðin námskrám. f f Rödd kennara – tækifæri fyrir kennara til að tjá áhyggjur sínar til dæmis á kennarafundum eða í vinnuteymum. f f Leiðsögn – gefa starfsfólki kost á persónulegum og tilfinningalegum stuðningi frá reyndari samstarfsfélaga og fá ráðleggingar um hvernig hægt sé að taka á nýjum og erfiðum málefnum. f f Starfsþróun – fræðsla um hvernig á að taka á viðkvæmum álitamálum. f f Samstarf á milli skóla – fræðast um það hvað aðrir skólar gera í svipuðum aðstæðum. f f Nauðsynleg gögn – hagnýt gögn semnýta má í kennslustundum t.d. stikkorð umhvernig svara skuli óviðeigandi athugasemdum eða orðbragði. f f Ráðgjafi í viðkvæmum álitmálum – reyndur samstarfsfélagi sem getur aðstoðað einstaka kennara. f f Innleiðing – aðstoða nýja kennara vegna vandamála sem geta komið upp þegar þeir fjalla um viðkvæm álitamál í fyrsta sinn. Hversu auðvelt á starfsfólkmeð að biðja umhjálp í erfiðumaðstæðum? Er skólinn með leiðir til að aðstoða kennara sem kvíða því að þurfa að fjalla ummálefni sem þeir telja viðkvæm og umdeild? Ef svo er hvaða? Hvers konar stuðning má ætla að nemendur þurfi? Það er ekki síður ógnvekjandi fyrir nemendur að tala um viðkvæm álitamál en kennara. Nemendur geta upp- lifað enn tilfinningaþrungnari áskoranir en kennarar. Nemendum getur fundist þeim vera ógnað eða þeir verða ráðvilltir þegar þeir heyra skoðanir sem stangast á við þær sem fjölskylda þeirra hefur. Þeir þora ekki að tjá skoðanir sínar af ótta við að verða að athlægi eða að svara ekki á réttan hátt. Þeir verða jafnvel fyrir einelti, kynþáttafordómum eða annars konar ofbeldi vegna skoðana sinna, beint eða í gegnum samfélagsmiðla, innan skóla og utan. Þekkir þú dæmi um nemendur í skólanum sem þurfa persónulegan stuðning vegna einhverra þátta námskrárinnar? Ef svo er hvaða og hvernig brástu við? Hvernig er best að mæta þessum þörfum nemenda? Besta leiðin til að mæta þessum þörfum nemenda er að skapa andrúmsloft þar sem nemendur eru öruggir. Skólinn á að vera griðastaður þar sem nemendur eru hvattir til að tjá sig og hlustað er á þá. Starfsfólkið þarf að þekkja alla nemendur og gera sér grein fyrir þörfum hvers og eins. Nemendur vita að í skólanum er fullorðið fólk sem þeir geta leitað til ef með þarf. Aðstæður sem geta reynst nemendum erfiðar og dæmi um stuðningsaðgerðir f f Stefnumótun – skýr rammi um verksvið hvers og eins þegar kemur að forvörnumgegn einelti, öryggi á netinu og barnavernd. f f Undirbúningur og fræðsla umhvernig fjalla megi um viðkvæm álitamál með nemendum á öruggan hátt. f f Formlegar leiðbeiningar um það hvenær velferð nemenda er hætta búin og hvernig bregðast skuli við því til dæmis í tengslum við innrætingu öfgafullrar hugmyndafræði. f f Jafningjastuðningur – nemendur styðja hverjir aðra eða fá ráðgjöf frá nemendum sem hafa fengið viðeigandi þjálfun í þessu sambandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=