Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Bls. 33 6. kafli Leiðsögn og stuðningur Þ að getur verið persónuleg áskorun fyrir bæði starfsfólk og nemendur að takast á við viðkvæm álitamál og vekur upp grundvallarspurningar umhollustu og sjálfsmynd. Viðkvæm álitamál kveikja jafnframt sterkar tilfinningar og geta valdið ótta og klofningi. Persónuleg leiðsögn og stuðningur bæði fyrir kennara og nemendur getur því skipt sköpum þegar tekið er á viðkvæmum álitamálum. Í þessum kafla er fjallað um þátt leiðsagnar og stuðnings í því að móta aðferðir til að taka á viðkvæmum álitamálum. Á hvaða sviðum er líklegt að starfsfólk skóla þurfi á stuðningi að halda? Tvær ástæður eru líklegar fyrir því að starfsfólk skóla þurfi stuðning. Í fyrsta lagi þarf það hjálp til að yfirstíga kvíðann þegar hefja skal umfjöllum um tiltekin álitamál til að það upplifi sig öruggt og reyni ekki að forðast að fjalla um þau með nemendum. Kvíðinn getur stafað af trú þess eða siðferðilegum skoðunum á álitamáli, af skorti á þekkingu eða hæfni og af áhyggjum yfir því sem gæti farið úrskeiðis eins og að missa stjórn á nem- endum, að nemendur verði æstir eða foreldrar kvartað. Í öðru lagi er þörf fyrir persónulega aðstoð við vanda sem getur komið upp á meðan eða eftir að þeir fjalla um viðkvæm álitamál. Sem dæmi má nefna erfiðleika við að halda aga, að velferð nemenda sé ógnað, upp komi ágreiningur eða óvild skapist á milli nemenda, að foreldrar grípi til aðgerða og ógnandi hegðun nem- enda innan eða utan skólans. Einnig að allir geri sér grein fyrir þeim fordómum sem þeir geta haft gagnvart ákveðnum álitamálum. Hvað er líklegt að kennarar óttist mest í sambandi við umfjöllun um umdeild málefni og viðkvæm álitamál? Hvað geta skólastjórnendur gert? Þegar skólastjóri vill að styðja starfsfólk í erfiðum aðstæðum eins og þessum er mikilvægt að skapa andrúms- loft þar sem allir eiga auðvelt með að biðja um hjálp þegar þeir þurfa á að halda. Það felur í sér að vera næmur á og þekkja aðstæður sem geta kallað á leiðsögn og stuðning og enn fremur að bregðast við tímanlega og á viðeigandi hátt þegar þörf er á. Jafnframt þarf að veita öðrum stjórnendum stuðning á erfiðum tímum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=