Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Rödd nemenda Bls. 31 Hvaða stuðning vantar nemendur? Marga nemendur skortir sjálfstraust til að tjá sig opinskátt eða þá hæfni sem þarf til að láta rödd sína heyrast við ólíkar aðstæður. Jafningjaleiðsögn og jafningastuðningur kemur þar að góðumnotum en vel þarf að halda utan slíkt fyrirkomulag til dæmis með tengilið. Ábyrgðin á því hvernig rödd nemenda fær að heyrast í kennslustundum hvílir á bekkjarkennara. Þá skiptir máli hvaða augum kennarar líta á hlutverk nemenda í námi og kennslu og hve vel þeim tekst til. Að koma rödd nemenda að í námi og kennslu fer saman með því hvernig staðið er að umræðum og rökræðum og það krefst hæfni. Þannig má segja að umræður um viðkvæm álitamál tengist því hvernig rödd nemenda fær að heyrast og öfugt. Er einhver innan skólans sem ber formlega ábyrgð á því hvernig rödd nemenda heyrist? Hvað ef rödd nemenda virðist í mótsögn við opinberar áætlanir í skólamálum? Hugmyndirnar um að láta rödd nemenda heyrast og umfjöllun um viðkvæm álitamál eru samtvinnaðar því að nemendur geti tjáð sig opinskátt og af einlægni. Stundum geta hins vegar virst mótsagnir á milli þessa og opinberra áætlana í skólamálum, sem dæmi má nefna annars vegar þegar þjóðlegum gildum er haldið á lofti og hins vegar forvarnir gegn radíkaliseringu t.d. í sambandi við opinbera forvarnarstefnu yfirvalda. Skólastjórum getur fundist það stangast á við skyldu skólans að framfylgja opinberum gildum að leyfa nemendum að tjá sig frjálslega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að hafa í huga að fyrirsjáanlegt er að nemendur láti stundum í ljós óhefð- bundnar skoðanir. Það er eðlileg tilraunastarfsemi sem fylgir ungu fólki og óþarfi að líta á það sem ógn við opinber gildi skólans. Það er einnigmikilvægt að hafa í huga að tjáningarfrelsið er grunnmannréttindi í löndum Evrópu ogmá aðeins takmarka lagalega þegar vernda þarf réttindi annarra. Eru einhverjar áætlanir eða reglur í skólanum sem virðast í mótsögn við raddir nemenda? Ef svo er hvaða og hvernig? Hvaða aðrir þættir geta hindrað nemendur í að tjá sig opinskátt í skólanum? Hvernig er best á taka á þeim? Hvernig er best að byrja? Góð leið til að efla það vægi sem rödd nemenda er gefið er að vera með stutta könnun meðal nemenda um eina afmarkaða kennslustund. Spurningarnar eiga að tengjast tækifærum nemenda í kennslustundinni til að tjá skoðanir sínar, ræða málefni, koma með tillögur o.s.frv. Láta þarf kennara vita af könnuninni en ekki hvenær hún verður lögð fyrir nemendur. Þegar skólastjóri hefur ákveðið daginn er nemendum afhent könnunin í lok kennslustundarinnar. Nemendur ljúka henni í byrjun næstu kennslustundar með spurningumumþá fyrri. Allt starfsfólk skólans fær skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar og þær eru jafnframt notaðar í umbótunará- ætlun skólans. Leggja má könnunina fyrir alla nemendur skólans eða einn árgang.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=