Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 30 Dæmisaga: Lark Rise einkaskóli, Dunstable, Englandi Lark Rise er skóli með nemendur á aldrinum 3 – 9 ára. Með því að nota rýnihópa komst skólinn að því að nemendur voru ósáttir við störf skólaráðsins. Nemendunum fannst þá vanta raunverulegan fulltrúa í ráðið. Ábyrgðin féll eingöngu á fáa nemendur en miklu fleiri vildu fá að taka þátt. Einnig kom fram sú gagnrýni hjá nemendum að eingöngu þeir sem höguðu sér vel fengju að sitja í ráðinu. Nemendurnir voru áhugasamir um að finna leiðir þar sem fleiri nemendur tækju þátt í að ákveða hvað væri gert í skólanum. Þeir ákváðu að halda vikulega samráðsfundi sem þeir kölluðu pow wows. Samráðsfundirnir eru 30 mínútur í senn, umsjónarkennari heldur utan um þá og aðstoðarkennari eða stuðningsfulltrúi skrifar fundargerð. Allir bekkir ræða sömu spurningarnar og venjulega koma þær frá skólastjóranum. Spurningarnar eiga að vekja umhugsun um til að mynda heimavinnu, hvernig gera megi lestrarkennsluna skemmtilegri, skólalóðina eða réttindi barna. Allir nemendur taka þátt í samráðsfund- unum, líka þriggja ára leikskólabörnin. Nemendur eru beðnir um að velta fyrir sér hvernig þeir vilji svara spurningunum og færa rök fyrir máli sínu. Hlustað er á öll svör og þau skrifuð niður. Nemendur fá síðan upplýsingar um allar ákvarðanir sem byggja á niðurstöðum samráðsfundanna. 14 6 Er vitað hvað nemendum finnst um þau tækifæri sem þeir fá til að láta rödd sína heyrast? Finnst þeim framlag þeirra metið að verðleikum? Rödd nemenda getur birst með mismunandi hætti Rödd nemenda birtist með einföldustumhætti þegar nemendur segja skoðun sína. Hún birtist með flóknari og faglegri hætti þegar nemendur leiða sameiginlegt starf jafnaldra og fullorðinna. Hlutverk nemenda getur því verið frá því að veita upplýsingar um skólann og yfir í að vera virkir þátttakendur í breytingum. Með auknum þroska og aldri geta nemendur tekið að sér flóknari hlutverk og meiri ábyrgð. Nemendur á öllum aldri geta hins vegar tekið þátt í öllum þessum aðferðum en með ólíkri útfærslu og ætti að hvetja þá til þess. Samhliða aukinni þátttöku eykst áhugi nemenda. Til eru nokkrar leiðir til að láta rödd nemenda heyrast. Rödd nemenda – nokkrar leiðir f f Nemendur tjá sig um mál –„orðið er laust“ og þeim er frjálst að tjá skoðanir sínar. f f Haft er samráð við nemendur – þeir spurðir álits. f f Nemendur eru þátttakendur – sitja til dæmis fundi. f f Nemendur eru samstarfsaðilar – eiga formlega aðkomu að ákvarðanatökum. f f Nemendur sýna frumkvæði að aðgerðum – greina vandamál og benda á lausnir. f f Nemendur eru hluti af forystu skólans – skipuleggja og taka ákvarðanir. 15 7 Hvaða leiðir notar skólinn nú þegar til að láta rödd nemenda heyrast? 14. www.smartschoolcouncils.org.uk/school-council-case-studies/lark-rise-academy/. 15. www.studentsatthecenter.org/sites/scl.dl-dev.com/files/Motivation%20Engagement%20Student%20Voice_0.pdf.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=