Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Bls. 29 5. kafli Rödd nemenda U mræður og rökræður í skóla mótast mikið af því hvernig rödd nemenda fær að heyrast. Nemendur sem reglulega fá að tjá sig um málefni sem þá varða og vita að tekið er mark á skoðunum þeirra eru líklegri til að vilja taka þátt í umræðum og leggja eitthvað til málanna. Þeir eru líklegri til að tjá sig opinskátt og að kunna að takast á við ágreining. Fyrst og fremst eru þeir líklegri til að þróa hæfni til að taka þátt í umræðum og rökræðum og að geta beitt henni af öryggi. Rödd nemenda er þess vegna augljóslega mikilvægur þáttur í því hvernig tekið er á viðkvæmum álitamálum í skólum. Í þessum kafla er ígrundun um hlutverk nemenda og mikilvægi þess að raddir þeirra heyrst í mótun aðferða til að taka á viðkvæmum álitamálum. Hvaða hlutverki gegna nemendur varðandi það hvernig tekið er á viðkvæmummálum? Rödd nemenda skiptir máli varðandi það hvernig skólinn tekur á viðkvæmummálum á þrjá vegu: a) með því að hjálpa til við að skapa jákvæðan skólabrag b) með því að auðga námið og c) með því að hafa áhrif á stefnu- mótun skólans og ákvarðanatöku. Þegar rödd nemenda fær að heyrast hjálpar það til við að skapa skólaumhverfi þar sem framlag allra er mikils metið og öllum finnst þeir tilheyra. Nemendur fá tilfinningu fyrir því að vera hluti af samfélagi og læra að virða fjölbreytileika. Rödd nemenda gerir þeim kleift að taka virkan þátt í kennslustundumog í eigin námi. Nemendur mega stinga upp á og velja hvaða viðkvæmu álitamál á að fjalla um, fá að segja skoðun sína á kennsluaðferðum, hjálpa til við að kanna hvort kennsluefni sé hlutlægt og gera lista yfir hugsanlega gestafyrirlesara til dæmis stjórnmála- menn eða embættismenn. Rödd nemenda gerir þeim kleift að hafa áhrif á það hvernig fjallað er um viðkvæm álitamál í skólanum, til dæmis með því að veita endurgjöf, meta árangur ólíkra kennsluaðferða, greina ólíkar námsþarfir nemenda og vekja athygli á nýjum, brennandi álitamálum. Enn fremur að taka þátt í að ákveða öryggisatriði t.d. í sambandi við utanaðkomandi fyrirlesara eða hvenær væri æskilegt að loka á skaðlegar vefsíður. Hver er almenn skoðun starfsfólks skólans á því að ljá nemendum rödd, bæði innan bekkjar og í skólanum sem heild? Er almennt samkomulag um til hvers hún er og hvernigmegi nýta hana? Ef svo hvernig er það? Hvernig má hvetja til þess að rödd nemenda heyrist? Til að stuðla að því að rödd nemenda heyrist þarf að tryggja að þeir fullorðnu í skólasamfélaginu taki hug- myndum og skoðunum nemenda af fullri alvöru. Þetta á sérstaklega við um stjórnendur eða þá sitja í skóla- ráðum og stjórnum. Ef ekki liggur alvara að baki því að nemendur fái að hafa eitthvað ummálin að segja mun það draga úr áhuga nemenda til að tjá sig og grafa undan samskiptum nemenda og kennara. Þátttaka nemenda þarf að vera raunveruleg, nemendur eiga að fá tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða starf þeirra. Jafnframt þurfa tækifæri nemenda til að taka þátt að vera jafn aðgengileg öllum óháð aldri, getu og bakgrunni. Mikilvægt er að koma þeim skilaboðum á framfæri að allir þjóðfélagshópar eigi rétt á að rödd þeirra heyrist og að rödd allra skipti máli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=