Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Námskráin Bls. 27 f f Landafræði – staðbundin málefni eins og bygging bænaturna, mengunarvarnir, áætlanagerð og aðskilnaður, alþjóðleg málefni eins og sanngjarnir viðskiptahættir, fólksflutningar, loftlagsbreytingar og ábyrgur ferðamannaiðnaðar. f f Tónlist – menningarbundnar skoðanir á tónlist; tónlist í áróðurs- mótmælaskyni, lagatextar sem fela í sér kynþáttafordóma og kvenhatur. Dæmisaga: Veljko Drobnjakovic grunnskóli í Risan, Svartfjallalandi Félagsfræði var þá þegar sérstök námsgrein í aðalnámskránni en skólastjóranum fannst hún ekki nægja og fannst að setja þyrfti leiðbeinandi reglur fyrir kennara í öllum námsgreinum til að halda utan um umræður ummálefni sem tengjast lýðræði og mannréttindum. Mikilvægt væri að umræðurnar væru ekki eingöngu bundnar við eina námsgrein ef stuðla ætti að því að nemendur upplifðu sig eins og virkir borgarar. Með hjálp frá ópólitískum samtökum og kennara sem vann hjá kennarasamtökum voru þau málefni sem skiptu skólann máli sett inn í ólíkar greinar í námskránni, þar á meðal ensku, ítölsku, landafræði, sögu, náttúrufræði og félagsvísindi. 13 5 Eru einhver viðkvæm álitamál sem eru ekki í skólanámskránni en ættu að vera þar? Ef svo er hvaða málefni eru það og hvers vegna? Undir hvaða námsgrein/ar myndu þau best falla? Hvar er best að byrja? Til að hvetja kennara til að innleiða umfjöllun um fleiri viðkvæm álitamál í kennsluna getur verið sniðugt að vera með þverfaglegt„hraðstefnumót“. Þrír stólar eru settir sitt hvorumegin við hvert borð. Kennarahópnum er skipt í sex manna hópa, þar sem engir tveir kenna sömu námsgrein. Hverjum hópi er skipt í þrjú pör í kringum þrjú borð. Hvert par á að nefna a.m.k. eitt viðkvæmt álitamál sem snertir báðar námsgreinar. Hóparnir færast til á nokkur mínútna fresti og endurtaka leikinn. Pörin skrifa hugmyndir sínar niður og ræða þær að leiknum loknum með öllum hópnum. 13. Huddleston (2014) p. 13.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=