Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 26 Að hve miklu leyti líta kennarar svo á að ábyrgðin á því að fjalla um fjölbreytileika tengist öllum námskrám skólans? Hversu mikilvægt er það að líta á það sem málefni allra námskráa og hvers vegna? Hvernig geta allar kennslugreinar haft eitthvað fram að færa í þessu sambandi? Hægt er að nota allar kennslugreinar til að þróa námsumhverfi sem hvetur og styður við umfjöllum um við- kvæm álitamál. Nokkrar leiðir til að nota allar kennslugreinar í þessu sambandi: f f Að koma auga á hvernig fjölbreytileiki birtist í ólíkum greinum – þar á meðal skoðanamun, ólík sjónarhorn, árekstur gilda og menningar eða önnur atriði. f f Að nota málefni og leiðir til lausna í daglegu lífi til að styðja við námið – þar á meðal ákvarðanir skólans í vandamálum eins og misrétti og einelti. f f Að veita nemendum tækifæri til að tjá sig og taka þátt í rökræðum – bæði í minni hópum og með öllum bekkjarfélögum. f f Að efla samskiptahæfni og gagnrýna hugsun – hæfni til að taka þátt í umræðum og rökræðum. f f Að hvetja nemendur til að koma með tillögur að umræðuefnum – einnig að fylgja eftir óumbeðnum tillögum eftir því sem við á. Hve vel styður námskrá skólans við að halda utan um umfjöllun um viðkvæma álitamál? Eru einhver svið semþróamætti betur? Ef svo er hvaða og hvers vegna? Hverjir eru helstu stjórnunarlegu áskoranirnar á þessu sviði? Hvað hafa námsgreinarnar fram að færa? Ólíkar kennsluaðferðir henta í ólíkum námsgreinum. Mikilvægur liður í þessu er að kennarar ígrundi hvað það er sem þeirra kennslugrein hefur fram að færa um viðkvæm álitamál eða veitir innsýn í þau og er sérstakt umfram aðrar greinar. Þó að þetta geti verið ólíkt eftir löndum má nefna nokkrar greinar: f f Bókmenntir – innsýn í persónuleg málefni t.d. kynferði, félagsleg málefni eins og kynþáttahatur og jafnrétti og breytt viðhorf frá einum tíma til annars. f f Tungumál – innsýn í önnur lönd og menningu, menningarleg tengsl og ólík viðhorf til málefna. f f Mannkynssaga – fortíðin í ólíku ljósi, uppruni þjóðernishyggju og fasisma, Gyðingahaturs og ótta við íslam, þróun skoðana á stöðu kynjanna, kynferði og fötlun. f f Náttúrufræði – þróunarkenningin; loftlagsbreytingar, tilraunir á dýrum, rannsóknir á stofnfrumum og erfðabreytt matvæli. f f Trúarbragðafræðsla – ólík trúarbrögð, notkun trúarlegra tákna eins og krossins og hijab. f f Lýðheilsu- og kynfræðsla – kynvitund réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks fóstureyðingar og notkun fíkniefna. f f Stærðfræði – ólík talnakerfi, notkun og misnotkun á tölfræði t.d. um hlutfall glæpa og innflytjenda. f f Félagsfræði – ólíkar stjórnmálaskoðanir, stjórnmálaflokkar, stjórnmál og hugmyndafræði. f f Íþróttir – menningarbundnar skoðanir á íþróttum, misrétti í íþróttum; álitamál eins og lyfjanotkun. f f Listgreinar – menningarbundnar skoðanir á listum, list í áróðurs- og mótmælaskyni; notkun á list til að vekja umhugsun. f f Upplýsinga- og samskiptatækni – radíkalisering á ungu fólki í gegnumsamfélagsmiðla, klám, persónuvernd á netinu, rafrænt lýðræði og herferðir á netinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=