Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Bls. 25 4. kafli Námskráin U mfjöllun um viðkvæm álitamál í skólumgerist ekki í tómarúmi heldur er hluti af áætlunum skólans í stærra samhengi. Þó að hinni formlegu námskrá verði ekki breytt getur framkvæmd hennar skipt gríðarlega miklu máli þegar viðkvæm álitamál eru tekin fyrir. Það skiptir öllu máli að námskráin tilgreini hvernig stutt er við umfjöllun um viðkvæm álitamál. Í þessum kafla er fjallað um hlutverk námskráa til að þróa leiðir til að taka á viðkvæmum álitamálum. Hvernig getur námskráin stutt við það hvernig skólinn tekur á viðkvæmum álitamálum? Nota má skólanámskrána á tvo vegu til að styðja við það hvernig skólinn tekur á viðkvæmum álitamálum. Í fyrsta lagi með því að skapa styðjandi námsumhverfi: námsumhverfi þar sem ágreiningur er ekki eitthvað til að óttast heldur eðlilegur hluti lýðræðs, ólík sjónarhorn eru könnuð, málefni sem varða fjölbreytileika og sjálfsmynd eru meðhöndluð af tillitssemi og umræður í stað hótana og ofbeldis eru leiðir sem notaðar eru til að leysa ágreining. Í öðru lagi má nota námskrána til að veita nemendum tækifæri til að þróa og æfa samskiptahæfni og gagnrýna hugsun til að taka á ágreiningi á uppbyggilegan hátt. Til dæmis að hlusta, að tjá skoðanir, að rökræða tiltekin sjónarmið, að koma auga á fordóma, að meta gögn og rök og að leita að fleiri túlkunum og sjónarhornum. Hvernig er þetta í framkvæmd? Framkvæmdin felst í að hvetja starfsfólk til að gera sér grein fyrir því að viðkvæm álitamál eru ekki viðfangsefni fárra námsgreina heldur geta allar námsgreinar átt þar hlutverki að gegna. Ferlið hefst með því að finna leiðir til að hjálpa kennurum að finna snertifleti á milli viðkvæmra álitamála og ólíkra kennslugreina. Að koma auga á tækifærin í námskr ánni: æfing fyrir hópa til að vinna að sameiginlegum áætlunum . Kennarar ræða saman í hópum og finna dæmi um viðkvæm álitamál eða málefni sem ágreiningur er um í skólanum, í hverfinu, innanlands eða alþjóðlega. Þau málefni sem þegar eru fyrir hendi í námskrá skólans eru lögð til hliðar. Síðan ígrunda þeir málefnin semþá eru eftir (væntanlega meiri hluti þeirra) og flokka eftir því hve mikið þau snerta líf nemendanna. Þeir velja þau málefni sem hafa hvað mesta tengingu við nemendur og reyna að finna snertifleti við ólíkar námsgreinar í námskránni. Þegar því er lokið er farið með niðurstöðuna á stigs- og deildarfundi eða til fagstjóra sem íhuga hvernig koma megi þessum málefnum að í kennslu. Best er að gera þessa æfingu í blönduðum hópi kennara með ólíkar kennslugreinar og hún er jafnframt gagnleg í byrjun til að vekja alla til vitundar um þessi málefni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=