Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 24 Aðferðir sem nota má til að vinna að samræmingu í námi og kennslu. f f Að vinna saman að gerð áætlana – þegar viðkvæm álitamál ná þvert yfir námsgreinar vinna kennarar ólíkra námsgreina saman að gerð kennsluáætlana um málefnin. f f Að kenna í teymum – samstarfsfélagar með ólíkar skoðanir á málefnum deila kennsluaðferðum um málefnið sín á milli. f f Að fylgjast með kennslu annarra – reyndir og reynsluminni kennarar fylgjast með kennslu hver annars um sama málefnið. f f Að leiðbeina jafningja – þegar grunnskólakennari styður nýliða eða annan reyndan kennara sem ekki hefur kennt tiltekna grein eða árgangi áður. f f Að gagnrýna vin– kennari vinnur með gagnrýnum vinum í fámennum hópi til að meta eigið starf eða fylgjast með hinum kenna og veita uppbyggjandi endurgjöf. Hafa einhver skref þegar verið stigin í skólanum til að styrkja leiðir til að taka á viðkvæmum álitamálum , formlega eða óformlega? Ef svo er, hvaða? Hvernig er best að halda utan um þróunarferlið? Þó að ábyrgð á námi og kennslu hvers skóla hvíli á skólastjóranum er líklega betra að fela öðrum ábyrgð á að taka á praktískum tilfallandi atriðum. Það getur verið: f f Ráðgjafi eða mentor – einhver sem hefur góð tök á þessum þætti, getur leitt starfið með því að vera fyrirmynd og hefur nægilegt umboð til að leiða starfið. f f Hugmyndateymi eða þróunarteymi – lítill hópur starfsfólks semhefur áhuga á viðkvæmum álitamálum og kennir ólíkar námsgreinar og árgöngum. Leitar eftir samráði við nemendur eftir því sem við á. Dæmisaga: Lijepa Nasa grunnskóli í Tuhelj, Króatíu. Á sumarnámskeiði í Svartfjallalandi unnu þrír úr Lijepa Nasa grunnskólanum, skólastjórinn, bekkjarkennari og enskukennari, verkefni um að efla vitund nemenda um mikilvægi samskipta þegar ágreiningur kemur upp og um leiðir sem nota má til að leita lausna. Þegar þeir komu aftur í skólann settu þeir upp nokkrar vinnustofur um aðferðir til að efla umburðarlyndi, friðsamlegar lausnir og samhygð meðal nemenda. Í samvinnu við nokkra bekkjarkennara innleiddu þeir árangursríkar námsleiðir eins og til dæmis rökræður, hlutverkaleiki og kynningar til að nota í öllum kennslu- greinum og á samræmdan hátt með það að markmiði að hvetja nemendur til að tjá sig og segja frá skoð- unum sínum, að taka þátt í umræðum og að koma sér saman um ákvarðanir bekkjarins. 12 4 Hversumikilvægt er að hafa formlegt fyrirkomulag á samvinnu kennara um viðkvæm álitamál? Hvers vegna? Hvar er best að byrja? Ef ætlunin er að þróa samræmdar aðferðir til að fjalla um viðkvæm álitamál er gott að byrja á að búa til einfalda könnun. Hafa í henni stuttan lista af staðhæfingum í sambandi við umfjöllun skóla um viðkvæm álitamál og biðja starfsfólkið að raða þeim eftir því hve samræmd þau eru í skólanum, frá mjög sammála til mjög ósam- mála. Til dæmis: skilningur á rökum fyrir því að fjalla um viðkvæm álitamál, notkun grundvallarreglna, eðli gilda í þessu sambandi og náms- og kennsluaðferðir. 12. Huddleston (2014), p. 12.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=