Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Skólabragur Bls. 21 Gildi sem tengjast lýðræðis og mannréttindum: f f Jafnrétti. f f Réttlæti og sanngirni. f f Mannleg reisn. f f Virðing. f f Jafnræði. f f Ekkert ofbeldi. f f Tjáningarfrelsi. f f Þátttaka. Aðhvemikluleytistyðstskólabragurinnviðgildilýðræðisogmannréttinda? Hefur skólanámskráin ákveðna tilvísun í lýðræði og mannréttindi? Ef svo er hvaða þættir eru það? Hvers vegna er mikilvægt að þessum gildum sé haldið á lofti? Ef þessi gildi eru skýr eru þau viðmið fyrir kennara til að meta hvað er ásættanlegt innan skólans og hvað ekki. Auk þess semþað eflir kennara til að fjalla um viðkvæm álitamál af meira öryggi. Gildin eru einnig leiðbeinandi fyrir nemendur um eigin hegðun og samskipti við aðra. Með því að miðla þessum gildum til foreldra og alls skólasamfélagsins er öllum gert ljóst eftir hverju skólinn starfar. Af þessum sökum er mikilvægt að reyna að koma þessumgildum á framfæri hvenær sem færi gefst og útskýra hvaðan þau koma, t.d. í sýn skólans, megingildum hans og einkunnarorðum. Hve vel þekkir skólasamfélagið, kennarar, nemendur, foreldrar og aðrir gildi skólans? Hvernigmyndu þeir lýsa þeimværu þeir beðnir umþað? Hverjir eru kostir þess að setja niður grundvallarreglur? Nokkrar grundvallarreglur um umræður veita kennurum og nemendum öryggistilfinningu þegar fjalla á um viðkvæm álitamál, hvort sem er í kennslustund eða á öðrum vettvangi skólans eins og í skólaráði. Öryggið gefur þeim aukið sjálfstraust til að taka áhættu, til dæmis þegar kennari fjallar um viðkvæmt álitamál sem mikill ágreiningur er um og fyrir nemendur að tjá skoðanir sínar opinskátt. Ef nemendur taka þátt í að setja reglurnar er það yfirleitt mun árangursríkara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=