Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 20 Yfir 40 tillögur að reglum komu út úr umræðum í vinnustofunum. Bæði nemendur og kennarar fögnuðu þessari aðferð og sögðu að hún hefði leitt til bættra samskipta, skólabragurinn væri opnari og meiri eining ríkti. 9 3 Að hvemiklu leyti styður skólabragurinn umfjöllun umviðkvæmálitamál, bæði þau sem birtast í námskránni og í skólasamfélaginu sjálfu? Er skólabragurinn þannig að nemendur og kennarar ræði síður um ákveðin viðkvæm álitamál? Hvernig er hægt að meta skólabrag? Með skólabrag er átt við þau gildi, skoðanir, viðhorf og hegðun sem einkennir skóla. Þó að ekki sé alltaf auðvelt að meta hvern þátt fyrir sig eru til aðferðir sem hægt er að beita til að átta sig almennt á stöðunni í skólanum. Þetta er hægt að taka fyrir í kennarahópnum um leið og viðkvæm álitamál eru kynnt, annað hvort óformlega eða með því að fá svör við stuttri formlegri könnun. Ef ekki er ætlunin að ráðast í allsherjar endurmat á skólabragnumgetur verið betra að beina athyglinni að þeim þætti sem snertir viðkvæm álitamál mest. (Þetta gæti hins vegar leitt til allsherjarendurmats). Með þessu er átt við að velja nokkrar spurningar sem geta höfðað til allra í skólasamfélaginu og safna svörunum annað hvort óformlega í minni fókushópum eða með skriflegum svörum hvers og eins. Skólabragur: spurningar sem nota má við matið. (Í þessum skóla): f f Hvernig koma aðrir fram við þig? f f Hversu öruggur finnst þér þú vera? f f Veistu hvert þú átt að leita ef upp koma vandamál? f f Hversu vel finnst þér hlustað á það sem þú hefur að segja? f f Hvaða tækifæri hefur þú til að tjá skoðanir þínar? f f Hve oft færðu tækifæri til að ræða skoðanir þínar við aðra? f f Hvaða aðkomu hefur þú að setningu skólareglna og ákvarðanatöku? f f Hvernig eru samskiptin á milli nemenda af ólíkum bakgrunni? f f Hvaða viðmóti mæta þeir sem eru fatlaðir, af ólíku kyni eða hafa ólíka kynhneigð, eða eru frá ólíkum þjóðernum og trúarbrögðum? Að hvaða gildum ber skóla að stuðlað? Þó að skólum beri yfirleitt að vera hlutlausir gagnvart gildum hagsmunaaðila eru til aðstæður þar sem það gengur ekki alltaf upp. Stundum þarf að taka ákvörðun um hvað sé ásættanlegt og hvað ekki, til dæmis má í sambandi við tjáningarfrelsi, viðmið umhegðun og skólabúninga. Þá kemur upp spurningin eftir hvaða gildum skólum beri að starfa samkvæmt lögum. Í Evrópu er svarið við þeirri spurningu að fara skuli að lýðræðis- og mannréttindagildum vegna þess að ekki er litið svo á að lýðræði ogmannréttindi séu eign einstaklinga eða hópa, heldur gildi þau almennt um alla menn. Þau eru auk þess hluti af Sáttmála Evrópuráðsins um lýðræðis- og mannréttindamenntun 10 sem öll aðildaríki þess hafa samþykkt og er í Parísaryfirlýsingunni sem allir menntamálaráðherrar í Evrópu hafa undirritað. Það er ekki alltaf einfalt að fara eftir 11 þessum gildum af því stundum stangast þau á í framkvæmd en þau veita ákvarðanatöku skólanna lagalegt gildi sem þeir myndu annars ekki hafa. 9. Frank and Huddleston (2009), pp. 34-5. 10. www.coe.int/en/web/edc/charter-on-education-for-democratic-citizenship-and-human-rights-education 11. http://ec.europa.eu/education/news/2015/documents/citizenship-education-declaration_en.pdf.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=