Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Bls. 19 2. kafli Skólabragur S kólabragur skiptir miklu máli um það hvernig skóli tekur á viðkvæmum álitamálum. Umfjöllun um við- kvæm álitamál getur verið óþægileg og erfið reynsla fyrir kennara og nemendur og valdið foreldrum áhyggjum. Lykilatriðið til að styrkja starf á þessu sviði er að koma á umhverfi þar sem hvatt er til og stutt við umræður um viðkvæm álitamál. Í þessum kafla er hlutverk skólabrags í að móta leiðir til að taka á viðkvæmum álitamálum ígrundað. Hvernig skólabragur? Skólabragur sem er líklegur til að hvetja og styðja við umræður um viðkvæm álitamál: f f Öruggur – allir geta tjáð sig opinskátt án þess að verða að athlægi, ofsóknum eða einelti. f f Vinalegur – allir þekkjast og finnst þeir tilheyra skólasamfélaginu. f f Opinn – allir eiga rétt á að mynda eigin skoðun á málefnum, virða nýjar hugmyndir og rökræða. f f Án aðgreiningar – allir geta tekið þátt í skólastarfinu, þar á meðal fatlaðir og einstaklingar af ólíkum uppruna og fá stuðning eftir þörfum. f f Lýðræðislegur – allir taka þátt í ákvarðanatöku skólans og eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að leysa ágreining innan skólans. f f Jafnréttismiðaður – réttindi allra eru virt, tjáningar- og trúfrelsi, jafnrétti, einkalíf og frelsi til að þurfa ekki að þola lítillækkandi framkomu. Dæmisaga: L ö wenzahn grunnskóli í Þýskalandi Löwenzahn grunnskóli í Berlín-Neukölln er í hverfi þar semmargar fjölskyldur innflytjenda búa, aðallega af tyrkneskumog arabískumuppruna. Átök höfðu átt sér staðmilli nemenda innbyrðis en einnig annarra íbúa í hverfinu. Skólalóðin var opin og auðvelt fyrir hvern sem var að komast inn á hana. Það var einnig ágreiningur í kennarahópnum, sérstaklega umþað hvaða kennsluaðferðir hentuðu best fyrir nemendur úr þessu hverfi. Skólastjórnendur hittu fulltrúa frá Amadeu Antonio stofnuninni til að ræða hvað hægt væri að gera til að laga ástandið. Amadeu Antonio stofnunin hefur helgað sig því að efla lýðræðislega menningu með því að verja réttindi minnihlutahópa. Skólastjórnendur ákváðu að gera eitthvað í sambandi við skólareglurnar og réttindi barna og tryggja rétt þeirra til þátttöku og tjáningarfrelsis. Stofnunin skipulagði nokkrar vinnustofur fyrir ólíka hagsmunaaðila, þar á meðal foreldra og fulltrúa úr skólahverfinu um það hvernig kynna mætti lýðræðislegri leiðir við að setja reglur með aukinni þátttöku nemendanna sjálfra. Nemendur í 5. bekk fengu sérstakar vinnustofur. Hver hópur átti að koma sér saman um nokkrar tillögur að reglum með lýðræðislegum samræðum og reyna að sneiða hjá atkvæðagreiðslu. Tillögunum sem náðust frammeð þessum hætti var síðan dreift til allra. Nemendurnir kynntu tillögur sínar fyrir bekkjarfélögum og lögðu til nauðsynlegar breytingar. Lokaskrefið var síðan að skólaráðið samþykkti reglurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=