Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 18 Í ljósi endurskoðunarinnar skilgreindu skólastjórinn og stjórnendateymið þrjúmegin svið sem vinna þurfti að: f f Skýr sýn á kennsluaðferðir, hlutverk og ábyrgð kennara. f f Samræmdar aðferðir þvert á námsgreinar. f f Endurmenntun. Með því að byggja á fyrirliggjandi starfi bentu skólastjóri og teymið á leiðir til að takast á við þessu þrjú svið: f f Fara yfir og endurskoða skólanámskrána með tilliti til viðkvæmra álitamála, til dæmis varðandi umsjón með nemendum. f f Vinna í samstarfi við deildarstjóra og kennara að því að móta leiðir fyrir skólann í heild til að takast á við viðkvæm álitamál, til dæmis að skapa opinn og styðjandi bekkjaranda. f f Þróa leiðbeiningar skólans um hvernig fjallað er um viðkvæm álitamál fyrir kennara, nemendur, foreldra og skólanefndir. f f Búa til efni fyrir kennara með dæmum um hvernig megi svara eða taka á tilteknum málefnum. f f Koma á samstarfi þvert á námsgreinar, til dæmis tengja sögu, ensku, upplýsingaverið og listgreinar í verkefni um óeirðirnar á Írlandi The Troubles . f f Skipuleggja fræðslu, til dæmis með námskeiðum eða taka sérstaklega fyrir á stigsfundum. 7 Hvar á að byrja? Fyrir þá sem hafa áhuga á að auka hæfni sína í tengslum við umfjöllun um viðkvæm álitamál er ágæt leið að byrja á að ígrunda eigin sannfæringu og gildismat og áhrif þeirra á hvernig þessum málum er stjórnað í skólanum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir sterkum skoðunum eða eigin fordómum gagnvart öðru fólki til dæmis vegna kyns, trúarbragða, uppruna, kynhneigðar eða annars. Fyrsta skrefið til árangursríkrar stjórnunar á þessu sviði er heiðarlegt mat á eigin sannfæringu og gildismati. 8 7. http://ccea.org.uk/sites/default/files/docs/curriculum/area_of_learning/NewBridge_CaseStudy.pdf. 8. Sjá Hvað höfum við í farteskinu?, verkefni 1.5 í kennarahandbókinni. https://rm.coe.int/CoERMPublicCommonSearchServices/DisplayDCTMContent?documentId=09000016806948b6.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=