Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Skólastjórnun Bls. 17 Hvað skiptir mestu máli þegar fjallað er um viðkvæmmál í skólanum? Hvaða eiginleikar og hæfni til stjórnunar eru mest aðkallandi til að hafa áhrif til breytingar á þessu sviði? Viðkvæm álitamál varða oft innri sannfæringu og gildismat fólks. Ef einhver dregur sannfæringu þess og gildis- mat í efa getur það virkað eins og árás á sjálfsmynd einstaklingsins eða þá hópa sem hann tilheyrir. Enginn í skólanum er undanþeginn þessum tilfinningum og þess vegna þarf sérstaka stjórnunareiginleika og hæfni til að stýra breytingum á þessu sviði. Dæmi um hæfni og eiginleika stjórnenda f f Vilji til að ígrunda eigin hugmyndir og hlutdrægni – áhrif þessara atriða á breytingastjórnun í fjölbreyttu umhverfi. f f Næmi fyrir fjölbreytileika – skilningur og virðing fyrir gildum og sannfæringu annarra. f f Dreifð stjórnun – að hlusta með athygli á ólík sjónarmið og að byggja upp og efla teymisstarf. f f Hæfileiki til að mæta mótspyrnu án þess að beita hótunum – að undirbúa fólk fyrir breytingar en vera jafnframt meðvitaður um sögu þess og menningu. f f Stjórna með fordæmum – beita sérstakri orðræðu, vera næmur á fjölbreytileika en standa samt með eigin sannfæringu. f f Þekking á samsetningu skólasamfélagsins – hvaða gildismat og skoðanir eru ríkjandi, hvað er það sem greinir ólíka hagsmunahópa að og hverjir hafa uppi gagnrýni. Hverjir eru styrkleikar og veikleikar stjórnendameð tilliti til hæfni til að stýra umfjöllun um viðkvæm álitamál á árangursríkan hátt? Dæmisaga: New-Bridge skóli í Norður- Írland New-Bridge er blandaður skóli fyrir 11 til 18 ára nemendur á Norður-Írlandi. Nemendurnir koma úr fjölskyldum sem eru rótgrónir kaþólikkar, mótmælendatrúar og frá minnihluta þjóðernishópum. Atvik sem átti sér stað innan skólans krafðist þess að skólinn þróaði kerfisbundnar aðferðir við að taka á viðkvæmum álitamálum. Þegar sagan The Bog Child var lesin í enskutímum vakti það grunsemdir meðal nokkurra foreldra og stjórn- málamanna sem drógu í efa að hún hentaði sem námsefni. Sögusvið bókarinnar er óeirðirnar á Írlandi, The Troubles, og hungurverkföllin í Norður-Írlandi á níunda tug tuttugustu aldar. Viðbúið var að ágreiningur yrði á milli nemenda umbókina semgæti leitt til spennu í bekkjumog í öllum skólanum ef litið yrði framhjá þessu. Skólastjórinn leit á umfjöllun um viðkvæm álitamál semmikilvæga leið til að efla virðingu fyrir fjölbreytileika og vinna gegn aðgreiningu í skólanum. Gefa þyrfti nemendum tækifæri til að ræða um viðkvæm álitamál í öruggu umhverfi þannig að þeir gætu betur gert sér grein fyrir eigin skoðunum og annarra. Það myndi einnig efla hæfni þeirra í samskiptum og að bera virðingu fyrir því þegar fólk er ósammála. Skólastjórinn og stjórnendateymið ákváðu að viðkvæm álitamál yrðu sett inn í mats- og umbótaáætlun skólans og féllu undir markmið skólans um að efla fjölbreytileika og vinna gegn aðgreiningu. Fyrsta skrefið var að safna upplýsingumog funda með deildarstjórum í ensku, sögu, lífsleikni og trúarbragða- sögu. Síðan var rætt við aðra kennara og nemendur til að fá álit þeirra á umfjöllun um viðkvæm álitamál. Á sama tíma hófst allsherjar endurskoðun á öllum námsgreinum skólans, meginstefnu, markmiðum og gildismati til að kanna hvernig þessir þættir tengdust umfjöllun um viðkvæm álitamál. Sjálfsmat skólans leiddi í ljós að víða var gott starf unnið ogmörg tækifæri þvert á námsgreinar til að fjalla um viðkvæm álita- mál. Hins vegar leiddi sjálfsmatið í ljós að skortur var á sameiginlegum skilningi á því hvað gerir málefni umdeilt og að ekki var nægilegt samræmi í kennslu- og námsaðferðum auk þess sem enga skýra tilvísun í viðkvæm álitamál var að finna í skólanámskránni. Sjálfsmatið leiddi einnig í ljós að mörgum kennurum fannst óþægilegt að fjalla um viðkvæm álitamál eða skorti til þess sjálfstraust og/eða hæfni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=