Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 16 Hvað er gott að vita í sambandi við kennara skólans? Það sem þarf fyrst og fremst að gera sér grein fyrir í sambandi við kennara skólans má taka saman í þrjú atriði: viðhorf þeirra til þess að fjalla um viðkvæm álitamál með nemendum, reynslu þeirra af slíku starfi og hvaða kennsluaðferðir þeir nota. Hægt er fara óformlegar leiðir til að fá svör við því með ýmsum æfingum til að efla meðvitund eða ef menn kjósa með því að fá svör með formlegu samtali. Það er til dæmis mjög mikilvægt að átta sig á hvort einhver er með fordóma gagnvart einhverjum málefnum og hvort einhverjir deila þeim með nemendum. Hæfni kennara og viðhorf: dæmi um spurningar til að meta stöðuna. f f Hve vel þekkja kennararnir hugtakið viðkvæm álitamál og skilgreiningu á því? f f Hvaða málefni telja kennararnir nú þegar til viðkvæmra álitamála? f f Hve vel skilja kennararnir kennslufræðileg rök til að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum? f f Hversu vel treysta kennararnir sér til að takast á við viðkvæm álitamál með nemendum? f f Hvernig sjá kennararnir hlutverk sitt gagnvart viðhorfum sem ágreiningur er um? f f Hvaða aðferðir nota kennararnir? f f Hversu samstíga eru þeir? f f Hvaða dæmum um árangursríkar aðferðir geta kennararnir sagt frá? f f Hvaða dæmum um samvinnu og samstarfsverkefni geta kennararnir sagt frá? f f Hvaða undirbúning eða fræðslu um viðkvæm álitamál hafa kennararnir þegar fengið? Hvernig er best að meta núverandi hæfni kennara í skólanum til að fjalla um viðkvæm álitamál? Hvaða svið þarfnast endurskoðunar og frekari undirbúnings? Hvaða aðra þætti skólastarfsins þarf einnig að hafa í huga? Það getur verið erfiðleikum bundið að nefna alla þá þætti skólastarfsins sem hafa áhrif á það hvernig skólinn vinnur með viðkvæm álitamál. Í fyrsta lagi þá eru þeir mismunandi eftir skólum og í öðru lagi getur verið erfitt að tilgreina þá. Til að ná fram skýrari og betri skilningi er ágætt að leita til alls starfsfólk skóla, auk nemenda og foreldra, og enn fremur að fara yfir opinbera stefnumörkun í skólamálum. Víðara samhengi skólastarfsins dæmi um spurningar til að meta stöðuna. f f Er skólinn nú þegar með samþykkta áætlun um viðkvæm álitamál, formlega eða óformlega? f f Er minnst á viðkvæm álitamál í öðrum áætlunum skólans? f f Birtast viðkvæm álitamál í skjölum skólans t.d. í stefnu skólans, skólareglum, einkunnarorðum eða á heimasíðunni? f f Hversu vel styðja reglur og skólabragurinn við það hvernig tekið er á viðkvæmum álitamálum? f f Hvernig birtist rödd nemenda í stjórnun og ákvarðanatökum skólans? f f Finnst nemendum þeir geti opinskátt tjáð skoðanir og tekist á við skoðanaágreining? f f Hvernig eru samskiptin milli ólíkra hópa innan skólans og í skólahverfinu? f f Hvaða málefni hafa nýlega verið umdeild, innan skólasamfélagsins, líka í hverfinu, sveitarfélaginu, landinu, Evrópu eða í heiminum? f f Hefur nýleg umfjöllun um viðkvæmt efni í námskránni valdið áhyggjum vegna velferðar nemenda, kennara eða foreldra? f f Hafa foreldrar einhverjar áhyggjur á þessu sviði og ef svo er hverjar? f f Hafa samtök í samfélaginu einhverjar áhyggjur á þessu sviði og ef svo er hverjar? f f Hefur skólinn einhvern tímann fengið neikvæð viðbrögð vegna þess hvernig tekið var á viðkvæmum álitamálum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=