Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Bls. 15 1. kafli Skólastjórnun Þ átttaka og skuldbinding skólastjórnenda og skólayfirvalda hefur mest um það að segja hvernig tekið er á viðkvæmum álitamálum í skólum, hvort þau eru einstaka sinnum til umfjöllunar í tilteknum náms- greinum eða tekið er á þeim í stærra samhengi veltur aðmestu leyti á skólastjórumog stjórnunarteymum. Í þessum kafla er ígrundað hvert hlutverk skólastjórnenda er við mótun aðferða til að vinna með viðkvæm álitamál með markvissum hætti. Hvernig er best að hefja mótun aðferða? Fyrsta skrefið í mótun áætlunar er að efla vitund innan skólasamfélagsins umhvað viðkvæm álitamál eru, hvar þau geta birst, hvers vegna þau eru mikilvæg og hvernig hægt er að vinna með þau. Þetta er best gert með hvetjandi samræðum, ekki með því að segja fólki hvað þurfi að gera heldur með því að gefa öllum í skólasam- félaginu tækifæri til að ræða opinskátt um hvaðeina í námskránni sem veldur þeim áhyggjum. Ágætt er að byrja á að vekja athygli kennara á viðfangsefninu, annað hvort á kennarafundum, stigsfundum eða fagfundum. Hvetja má kennara til að benda á þau málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af og segja frá hvernig þeir taka á þeim í starfi. Þegar þetta er komið frammá spyrja hóp kennara hvort þeir séu tilbúnir til að prófa nýjar leiðir, til dæmis að reyna nýjar kennsluaðferðir, vinna með kennurum sem kenna aðrar námsgreinar eða skipuleggja verkefni þvert á námsgreinar og aldurshópa. Þegar þetta er farið af stað er hægt að taka málið upp með öðrum í skólasamfélaginu, eins og nemendum og foreldrum. Hvetja þá til að benda á málefni sem þeir telja umdeild og deila reynslu sinni af því hvernig unnið er með þau í skólanum. Það sem þar kemur fram má síðan halda áfram með í þróunarvinnunni. Þessi aðferð, sama hve óformleg hún er, tekur tíma og gera þarf ráð fyrir honum – sérstaklega ef starfsfólkið þarf undirbúning og fræðslu. Vel fer á að ferillinn sé hluti af formlegri umbótaáætlun skólans. Hvenær myndi henta best að byrja að efla vitund meðal starfsfólks á viðkvæmum álitamálum og hvers vegna? Hvað þarf að liggja fyrir áður en hafist er handa? Áður en hafist er handa er mikilvægt að hafa skýran skilning á því hvaða viðkvæmu álitamál er þegar unnið með í skólanum. Fyrst af öllu þarf því að meta hæfni og viðhorf kennara skólans til dæmis hvernig þeir treysta sér til að takast á við skoðanaágreining. Það sem gerist innan bekkjar er nátengt því sem gerist í öllum skólanum og varðar allt skólasamfélagið bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Semdæmi má nefna að samræður í bekk geta orðiðmjög heitar og skapað deilur í skólasamfélaginu og jafnvel utan þess. Góð tengsl við ýmsa hópa fyrir utan skóla auðvelda bekkjarumræður um umdeild málefni. Þegar staðan í skólanum í tengslum við viðkvæm álitamál er metin þarf að hafa fjölmarga þætti í huga, bæði innan skóla og utan.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=