Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 14 Til hvers er hún? Hún nýtist til ígrundunar, er hönnuð til að hjálpa skólastjórnendum að hugsa um það hvernig skólar taka á ágreiningi og viðkvæmum álitmálum. Enn fremur hvernig og hvað má þróa áfram. Hvernig er hún uppbyggð? Handbókin skiptist í 9 kafla. Hver þeirra fjallar um ólík svið skólastarfsins sem geta haft áhrif á það hvernig umræðum um ágreining og viðkvæm álitamál er stjórnað. Í köflunum er hverju sviði lýst og hlutverk þess í tengslum við það hvernig tekið er á ágreiningi útskýrt. Komið er með dæmisögur úr evrópskum skólum og bent á hagnýtar leiðir sem nota má í skólanum. Í hverjum kafla eru líka nokkrar spurningar sem nota má til að ígrunda eigin hugmyndir og stöðu innan skóla. Hvernig er hægt að nota handbókina? Handbókina má nota á ýmsan hátt, til dæmis til að: f f kynnast helstu málefnum og hugmyndum á þessu sviði. f f leggja mat á núverandi ástand skóla. f f skipuleggja frekari þróun. f f leiðbeina við faglegan undirbúning. Lestur inngangsins og kaflans um skólastjórnun ætti að nægja til að kynna grundvallar málefnin. Til að skoða málefnin frekar er bent á að lesa hina kaflana og ígrunda spurningarnar jafnóðum. Ef stjórnendateymi notar handbókina í formlegu sjálfsmats- og umbótaferli gæti verið betra að hver og einn svaraði spurningunum fyrst og nota síðan svörin sem grunn að umræðunni. Í Viðauka I er að finna stuttan gátlista yfir hagnýt verkefni sem skólastjórar og stjórnunarteymi gætu notað til að þróa aðferðir til að takast á við ágreining og fjalla um viðkvæm álitamál með nemendum. Þessi verkefni koma frá níunda kaflanum um tækin og draga saman málefni og spurningar sem þar vakna. Þau eru einnig hugsuð sem frekari leið við ígrundun og hjálp við áætlanagerð. Til að öðlast betri skilning á fræðilegum bakgrunni þessara tækja gæti einnig verið gott að lesa yfirlitskaflann í Viðauka II. Yfirlitskaflann má einnig nota sem byrjunarhvata í æfingum sem efla vitund. Hvernig var handbókin unnin? Handbókin var unnin í tengslum við Aðgerðaáætlun um tilraunaverkefni um lýðræði og mannréttindi ásamt Evrópuráðinu og Evrópusambandinu. Hún var skrifuð og tilraunakeyrð af fulltrúum þeirra Evrópuþjóða sem aðild eiga að verkefninu. Handbókin byggir á handbók fyrir kennara T íma r ágreinings og átaka sem var unnin á fyrstu skrefum verk- efnisins. 3 Hún sækir innblástur ogmarkmið til Sáttmála Evrópuráðsins um lýðræðis- ogmannréttindamenntun . 4 Enn fremur til Yfirlýsingar um eflingu borgaravitundar og sammannlegra gilda um frelsi, umburðarlyndi og bann viðmismununum í gegnummenntun ( Parísaryfirlýsingin ). 5 Handbókin endurspeglar kjarna gilda Evrópuráðsins – lýðræði, mannréttindi og réttarríki – og nýlega útgefið efni um hæfniviðmið fyrir lýðræðisleg viðhorf. 6 3. https://rm.coe.int/CoERMPublicCommonSearchServices/DisplayDCTMContent?documentId=09000016806948b6 4. www.coe.int/en/web/edc/charter-on-education-for-democratic-citizenship-and-human-rights-education. 5. https://rm.coe.int/CoERMPublicCommonSearchServices/DisplayDCTMContent?documentId=09000016806ac875. 6. www.coe.int/t/dg4/education/Source/competences/CDC_en.pdf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=