Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

 Bls. 13 Yfirlýsing um framtíðarsýn – tillögur ummeginreglur f f Ekki ætti að líta á ágreining og átök sem sérstakt vandamál heldur eðlilegan hlut í lýðræðislegu samfélagi. f f Ekki ætti að forðast viðkvæm álitamál heldur ræða þau opinskátt hvenær sem færi gefst. f f Umræður um viðkvæm álitamál eru mikilvægur hluti af lýðræðiskennslu. f f Viðkvæm álitamál geta komið upp hvar og hvenær sem er innan skólastarfsins. f f Umfjöllun um viðkvæm álitamál varða allt starfsfólk skólans, ekki einungis lítinn hluta þess. Til að þróa stefnu á þessu sviði er nauðsynlegt að hafa skýra sýn á hlutverk ágreinings og viðkvæmra álitamál í skólastarfinu. Það skapar styrkan grunn undir hvaða leiðir eru farna. Sérstaklega getur þetta hjálpað skóla- stjórnendum að átta sig á hvaða málefni þarf að ræða. Til að setja saman stefnu um viðkvæm álitamál nefnum við níu lykilatriði sem gæti þurft að taka fyrir. Hvert og eitt þeirra getur haft áhrif á það hvernig tekið er á ágreiningi í skólum. Mikilvægi þeirra er líklega ólíkt eftir skólum bæði hvað varðar stöðu þeirra og hvaða augum skólaforystan lítur viðkvæm álitamál. Ef kennarahópinn skortir til dæmis sjálfstraust til að fjalla um viðkvæm álitamál með nemendum gæti verið mikilvægt að skoða kennslu og nám. Ef nemendur sjá ekki tilganginn með umræðunni þarf hugsanlega að taka fyrir hvernig rödd nemenda fær að heyrast innan skólans. Og ef fordómar og skortur á umburðarlyndi skemma umræðuna þá þyrfti kannski að huga að skólabragnum. Einn þáttur mun þó alltaf skipta miklu máli en það er undirbúningur og þjálfun starfsfólksins. Þetta er ekki bara enn eitt atriðið sem þarf að taka fyrir heldur oftar en ekki það sem allt annað veltur á. Kerfisbundin nálgun á það hvernig tekið er á ágreiningi og átökum: níu lykilatriði f f Skólastjórnun. f f Skólabragur. f f Kennsla og nám. f f Námskrá. f f Rödd nemenda. f f Leiðsögn og stuðningur. f f Þátttaka foreldra. f f Áhættustjórnun. f f Undirbúningur og þjálfun starfsfólks. Hvernig getur handbókin Stjórnun á tímumágreinings og átaka stutt við stefnumótun? Handbókin Stjórnun á tímumágreinings og átaka auðveldar þróun stefnu með því að nefna og útskýra margar leiðir við stefnumótun í tengslum við umfjöllun um viðkvæm álitamál fyrir skólastjóra og aðrir stjórnendur. Handbókin nýtist semhjálpargagn við ígrundumog þróun hugmynda. Hún er líka eins konar gátlisti yfir málefni sem hafa þarf í huga við breytingastjórnun og til að koma á jákvæðu andrúmslofti í skólanum í sambandi við umfjöllun um ágreining og viðkvæm álitamál. Notkun handbókarinnar Fyrir hverja er handbókin? Handbókin er ætluð skólastjórum og öðrum stjórnendum í evrópskum skólum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=