Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 12 Óháð því hvar umfjöllunin fer fram verður að þróa ýmiss konar stjórnunaraðferðir. Þar á meðal má nefna: að skapa styðjandi skólabrag; að tengja námskrá, menningu og samfélag; að virkja allt starfsfólk – kennara og annað starfsfólk; að stjórna áhættu; að skýra stjórnunarábyrgð. Að skapa styðjandi skólabrag Það sem einkennir skólabrag semhvetur til umfjöllunar um viðkvæm álitamál er að fjölbreytni er tekið fagnandi og sérhverjum einstaklingi – starfsmanni, nemanda eða foreldri – finnst hann geti óttalaust látið skoðun sína í ljós. Þar er félagslegt og menntunarlegt gildi slíkrar umræðu viðurkennt. Til þess að skapa slíkan skólabrag þarf að efla tilfinningu fyrir því að tilheyra, enn fremur að efla ábyrgðmeðal allra í skólasamfélaginumeð því að forðast hvers konar aðgreiningu, efla lýðræði, aðlögun nemenda, velferð og setja viðeigandi reglur. Það felur einnig í sér að koma auga á og leitast við að draga úr eða vinna gegn því sem hamlar þessu, t.d. jaðarsetningu einstaklinga eða minnihlutahópa. Að tengja námskrá, menningu og samfélag Að takast á við viðkvæm álitamál snýst ekki eingöngu um að fjallað sé um erfið hitamál í námskránni – heldur á þetta við um öll svið skólastarfsins. Einnig að viðurkenna að ágreiningur og álitamál varða ólík svið skóla- starfsins – námskrána, skólabraginn og tengsl skólans við samfélagið utan hans (curriculum, culture, community – c-in þrjú í lýðræðis- og mannréttindafræðslu). Þetta þarf ef til vill að hafa í huga þegar ákveðið er hvernig fjalla skuli um tiltekin málefni. Að virkja allt starfsfólk – kennara og annað starfsfólk Það gefur auga leið að ef ágreiningur og átök geta snert öll svið skólastarfsins á það sama við um alla í starfs- mannahópnum, kennara og annað starfsfólk. Þess vegna varðar það allt starfsfólk hvernig fjallað er um við- kvæm álitamál og allir geta gegnt ákveðnu hlutverki í því sambandi. Það eykur fjölbreytni í skólastarfinu og hefur jákvæða áhrif andrúmsloftið. Að stjórna áhættu Að taka frumkvæði felur einnig í sér að sjá fyrir það semgæti farið úrskeiðis og vera tilbúinnmeð leiðir til úrbóta. Þar með talið að leggja mat á áhættu. Kerfisbundin nálgun á hvernig tekið er á ágreiningi og átökum eykur líkur á því að í skólanum sé til ákveðið ferli þannig að unnt sé að bregðast skjótt við komi upp vandamál. Til dæmis ef átök fyrir utan skólann hafa áhrif á hegðun nemenda og andrúmsloftið í skólanum, kvartanir berast frá áhyggjufullum foreldrum eða fjandsamleg umfjöllun á sér stað í fjölmiðlum. Að skýra stjórnunarábyrgð Meðhöndlun viðkvæmra álitamála ætti að vera skilgreint sem sérstakt viðfangsefni við stjórnun hvers skóla. Fastsetja ætti lágmarkstíma og úrræði fyrir þetta viðfangsefni og í öllu falli að fela tilteknum aðila að hafa yfirumsjón með því. Einnig ætti að setja það inn í formlega stefnu skólans, þó ekki endilega skráða. Sem sér- stakt viðfangsefni innan skólastjórnar ætti það að vera meðal annarra viðfangsefna í stefnu skólans, ásamt sjálfsmats- og umbótaáætlun hans. Hvert er hlutverk skólaforystunnar? Hlutverk forystu skólans er að þróa sameiginlega sýn um það hvaða markmiðum sé ætlað ná og að tiltaka hvað þurfi að gera til að þeim. Í sambandi við viðkvæm álitamál gæti verið gott að byrja á því að setja saman yfirlýsingu um framtíðarsýn. Í slíkri yfirlýsingu um framtíðarsýn birtist samantekt á þeim grundvallarsjónarmiðum sem liggja að baki stefnumótuninni. Gott er að ígrunda hvað eigi heima í slíkri yfirlýsingu og hvað ekki, jafnvel þó að sumt af því verði aldrei sett fram skriflega. Hér fylgja nokkrar hugmyndir sem gætu lýst ferlinu:
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=