Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

 Bls. 11 Hver er ávinningurinn af því að taka þannig á ágreiningi og átökum? Sumir óttast að illa geti farið ef ræða á um átök og ágreining á opinskáan hátt við nemendur. Þá gæti virst auðveldari og öruggari leið að reyna að forðast eða draga úr því sem er ólíkt. Það er hins vegar leið sem verður sífellt erfiðari velja og færa rök fyrir. Ungt fólk um alla Evrópu er meðvitaðra um það sem gerist í heiminum en nokkru sinni fyrr. Unga fólkið er opinskárra um rétt sinn til að hafa áhrif á framtíð sína. Og þar sem aðgangur að samfélagsmiðlum er auðveldur nánast alls staðar í heiminum er það ekki lengur fýsilegur kostur fyrir skólana að reyna að banna ágreining eða átök eða láta semþau eigi ekki sér stað eða gerist utan skólans en ekki innan hans. Aðalrökin eru þó ekki að ekki sé lengur hægt að víkjast undan því að fjalla um ágreining og átök heldur að þó að það væri mögulegt þá sé það óæskilegt. Með því að gera það værum við að hunsa hina mörgu kosti þess, bæði félagslega ogmenntunarlega, að taka umræðuna um ágreining og átök á opinskáan hátt og að taka það alvarlega hvenær sem slíkt kemur upp í skólastarfinu. Þessir kostir erum.a.: bætt menntun; sanngjarnari, öruggari og heiðarlegri skóli semmætir nemendum af virðingu; og réttlátara, heildstæðara og lýðræðislegra samfélag. Bætt menntun Umfjöllun um ágreining og átök er þegar hluti af nokkrum námsgreinum. Til dæmis mannkynssögu – vegna þess að ef í henni væri ekki sagt frá átökum teldist það hreinn og beinn áróður. Að hvetja nemendur til að kanna og ræða ágreining og átök sem koma upp í námsgreinum eða það sem skilgreinir ólíkar greinar hjálpar þeim að víkka og dýpka þekkingu þeirra á viðfangsefninu. Það hjálpar nemendum einnig að ná hæfni í að ástunda mikilvæga þverfaglega og gagnrýna hugsun eins og að koma auga á hlutdrægni, aðmeta vísbendingar og rök; að leita að fleiri túlkunum og skoðunum; að nota vefmiðla og aðra fjölmiðla skynsamlega. Að lokum þá gerir umfjöllun um viðkvæm álitamál námið raunverulegt og setur það í samhengi. Umfjöllunin getur gætt leiðinleg viðfangsefni og umfjöllunarefni lífi og hvatt nemendur til að nýta það sem þeir læra í skólanum utan hans. Sanngjarnari, öruggari og heiðarlegri skóli semmætir nemendum af virðingu Að hvetja nemendur til að ræða um átök og ágreining þegar þau koma upp innan skólans getur dregið úr spennu sem oft myndast í kringum slík málefni og komið í veg fyrir að þau verði enn alvarlegri. Umræður geta einnig átt þátt í að leysa og draga úr ríkjandi vandamálum innan skólans til dæmis: einelti, fordómum í garð samkynhneigðra, mismunun, og hatursorðræðu. Þær hvetja nemendur til að hlusta á og bera virðingu fyrir hver fyrir öðrum þannig að þeir meti mikilvægi umræðu í stað árása, sem leið til að leysa það sem gerir þau ólík hvert öðru eða öðrum í skólanum. Réttlátara, heildstæðara og lýðræðislegra samfélag Að taka þátt í umræðum um viðkvæm álitamál getur veitt nemendum þá borgaravitund, gildismat og hæfni sem styrkir þá til að verða upplýstir, virkir og ábyrgir borgarar. Þetta er stundum nefnt„hæfni til lýðræðislegra viðhorfa“ (competences for democratic culture). 2 Þeir læra að verja lýðræðisleg réttindi sín og annarra, gera sér grein fyrir skyldum sínum, að takast á við mismunun og leggja þannig grunn að sanngjarnara og jafnara samfélagi með þátttöku sem flestra. Hvaða áhrif hefur þessi nálgun á skólastjórnun? Nálgun evrópskra skóla á umfjöllun um ágreining og átök hefur aðallega snúist um viðbrögð við einstökum tilvikum. Ágreiningur eða átök eru oftast metin hverju sinni þegar þau koma upp. Í skólastarfi eru oft ekki nægileg tengsl á milli viðkvæmra álitamála eins og þau birtast í hinum ýmsu námsgreinum. Þá eru viðkvæm álitamál sem upp koma í skólastarfinu ekki alltaf sett í samhengi við atburði sem gerast utan skólans. Þó að umræður og rökræður séu talin mikilvægir liðir í akademísku námi eru þær yfirleitt ekki notaðar sem aðferð til að leysa vandamál. Þá er sjaldan reynt að tengja umræðuna í skólastofunni við aðra umræðu innan skólans eins og t.d. í nemendaráði og nemendaþingum. Þó að þess konar nálgun hafi hugsanlega getað gengið á árum áður er ástandið í Evrópu þannig að stjórnun á því hvernig fjallað er um ágreining og átök í skólummá ekki vera háð tilviljunum. Krafa er um frumkvæði að slíkri nálgun. Útfærslan mun þó verða ólík á milli skóla og landa. 2. www.coe.int/t/dg4/education/Source/competences/CDC_en.pdf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=