Stjórnun á tímum ágreinings og átaka

Stjórnun á tímum ágreinings og átaka Bls. 10 Viðkvæm álitamál í námskránni Algengt er að viðkvæm álitamál komi upp í skólum í tengslum við námskrána. Sumar námsgreinar tengjast slíkum málum þó meira en aðrar eins og eftirfarandi tafla sýnir: f f Mannkynssaga – frásagnir úr fortíðinni sem vekja deilur. f f Trúarbragðafræðsla – siðferðileg vandamál og spurningar um tilgang og merkingu lífsins. f f Lýðheilsufræði – viðkvæm málefni af persónulegum toga. f f Félagsfræði – pólitískt efni og hugmyndafræði sem stangast á. f f Bókmenntir – siðferðileg og félagsleg vandamál og átök í skáldverkum. f f Vísindi – átök á milli ólíkra kenninga og nálgana. Ágreiningur er ekki alltaf fyrirsjáanlegur og viðkvæm álitamál geta sprottið upp hvenær sem er í hvaða grein sem er, í öllum kennslustundum eða í öðru starfi skólans. Hvers vegna eru ágreiningur og átök sífellt meira aðkallandi umfjöllunarefni í skólum í Evrópu? Þó að alltaf hafi verið ágreiningur eða átök í skólumhafa áskoranir í tengslum við umfjöllun um viðkvæm álita- mál í skólum af ýmsum ástæðum verið meira áberandi undanfarið. Ástæðan er m.a. sífellt meiri fjölbreytileiki í skólum, aukin tilfinning gagnvart spurningunni um sjálfsmynd, vöxtur samfélagsmiðla og stöðug rafræn samskipti. Sífellt meiri fjölbreytileiki í skólum Evrópskir skólar hafa aldrei verið eins fjölbreyttir og nú. Þá hefur fjölbreytnin aldrei áður verið á eins breiðum grunni – ekki eingöngu í menningu og trúarbrögðum heldur líka varðandi kynhneigð, þörf fyrir sérstakan stuðning, fötlun og hvernig einstaklingar og hópar skilgreina sig. Aukin tilfinning gagnvart spurningunni um sjálfsmynd Undanfarið hefur það sem er ólíkt innan samfélaga verið mjög áberandi vegna þess að fólk hefur auknar áhyggjur eftir alvarleg og áberandi ofbeldisverk og félagslega upplausn í nokkrum Evrópulöndum. Einnig vegna aukinnar meðvitundar um réttindi einstaklinga og áhyggjur af vaxandi bili milli þjóðfélagshópa. Allt þetta hefur leitt til nýrra og óvæntra átaka innan skólanna. Vöxtur samfélagsmiðla og stöðug rafræn samskipti Nemendur verða í auknummæli berskjaldaðir fyrir átökumog ágreiningi á meðal hinna fullorðnu bæði heima og í skólanum vegna stöðugra rafrænna samskipta í gegnum t.d. farsíma og fartölvur og eru með stöðugan aðgang að alheimsnetinu. Skólinn má ekki líta fram hjá þessu. Hvernig er best að nálgast umfjöllun um ágreining og átök? Sennilega er besta nálgunin þegar fjalla skal um ágreining og átök að hörfa ekki undan heldur fremur að taka því sem eðlilegum hluta skólastarfsins sem leysa megi með umræðum og rökræðum. Það er lýðræðislega leiðin. Sú nálgun gerir umræður og rökræður að sjálfsögðum hluta skólastarfsins – ekki í formi sérstaks verk- efnis heldur sem sjálfgefna leið til að leysa deilur og ágreining innan skólasamfélagsins í heild sinni. Umræður um viðkvæm álitamál gegna tvenns konar hlutverki, hvort heldur þær eiga sér stað innan kennslu- stofunnar, í skólaráðum, nemendaþingum, hringborðsumræðum eða málfundarfélögum. Annars vegar gefa umræður nemendum tækifæri til að fjalla um og rökræða eigin skoðanir á málefnum. Hins vegar eru þær ákveðin aðferð til að læra – ekki eingöngu fræðilegt nám heldur líka að læra hvernig takast á við ágreining og átök og það sem er ólíkt í skólanum og í lífinu almennt. Þær eru tæki og tilgangur með lýðræðisnámi. Aðstoða þarf nemendur til að átta sig á þessu tvíþætta hlutverki umræðunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=