Stjórnun á tímum ágreinings og átaka
Bls. 9 INNGANGUR Ávinningur af umfjöllun um viðkvæm álitamál í skólum er ótvíræður og margvíslegur. Samþætting viðkvæmra álitamála við lýðræðis- og mannréttindafræðslu stuðlar að árangursríkari kennslu á þessu sviði fyrir allt ungt fólk í nútímasamfélagi. (Skólastjóri í Svartfjallalandi) Við þurfum að takast á við þau flóknu og erfiðu álitamál sem upp koma daglega í samskiptum við nemendur og á milli þeirra. Einnig að tryggja nemendum öruggt umhverfi, griðastað, þar sem hægt er að velta fyrir sér skoðunum og hugmyndum og þróa og ná utan um orðræðuna og gagnrýna hugsun. (Skólastjóri í Svíþjóð) Erfitt er að forðast ágreining og átök enda eru þau hluti hins daglega lífs og þar af leiðandi einnig hluti af starfsemi skóla í Evrópu. Þrátt fyrir það fá fáir skólastjórnendur í Evrópu nokkra formlega þjálfun í því hvernig taka má á viðkvæmum álitamálum í skólum. Fátítt er að minnst á þessi mál á undirbúningsnámskeiðum fyrir skólastjórnendur framtíðarinnar og sjaldan eða aldrei er efnið tekið fyrir á endurmenntunarnámskeiðum. Hlutverk handbókarinnar er að fylla upp í þessa eyðu. Henni er ætlað að auðvelda skólastjórnendum og stjórnendateymum að ígrunda störf sín. Handbókin hjálpar þátttakendum á skólastjórnendanámskeiðum að ígrunda hvernig tekið er á viðkvæmum álitamálum í þeirra skólumog í henni eru hagnýtar tillögur umhvernig hafa megi frumkvæði á kerfisbundnari hátt. Meginboðskapur handbókarinnar er að ekki þurfi að óttast ágreining og átök heldur ætti að líta á þau sem eðli- legan hluta skólastarfs semgeti ef vel er á haldið á haft félagslegan og kennslufræðilegan ávinning í för með sér. Hvernig skilgreinum við viðkvæm álitamál ? Með viðkvæmum álitamálum er átt við álitamál sem vekja sterkar tilfinningar og kljúfa samfélög.1 Þau eru allt frá því að vera staðbundin yfir í hnattræn – bænaturnum til losunar gróðurhúsaloftegunda. Þau eru ólík frá einum stað til annars. Hjónaband samkynhneigðra veldur til dæmis engum vandamálum í mörgum Evrópulöndum en er mikið hitamál annars staðar. Sum viðkvæm álitamál eru langvarandi og eiga sér langa sögu, eins og til dæmis óeirðirnar á Norður Írlandi, The Troubles, og málefni Kúrda í Tyrklandi. Hins vegar eru önnur sem hafa nýlega komið upp eins og neteinelti og hættan á radíkaliseringu meðal ungs fólks. Hvar birtast viðkvæm álitamál í skólum? Viðkvæm álitamál geta birst í öllum þáttum skólastarfsins. Til hægðarauka má skipta þeim á þrjú víð svið. f f Námskrá – þegar viðkvæm álitamál koma upp í tengslum við námsefni, námskeið eða starf á vegum skólans (hvort heldur í einstökum fögum, þvert á fög eða utan námskrár eða sambland af þessu), til dæmis í náttúrufræði, þegar þróunarkenningin veldur átökum eða ágreiningi. f f Menning – þegar viðkvæm álitamál koma upp í sambandi við eitthvað í daglegu starfi skólans (reglum hans og regluverki, hvernig fólk umgengst hvert annað, hegðar sér, o.s.frv.), til dæmis hvort leyfilegt sé að bera hijab. f f Samfélag – þegar viðkvæm álitamál koma upp í sambandi við málefni eða viðburð í stærra samhengi (eins og í sambandi við foreldra, félög innan skólahverfisins eða innlenda og erlenda viðburði), til dæmis almennur ágreiningur um innflytjendastefnu stjórnvalda sem hefur áhrif á það hvernig nemendur koma fram við börn innflytjenda. Þessi svið eru stundum kölluð á ensku„C-in þrjú“ í lýðræðis- ogmannréttindakennslu (EDC): curriculum (nám- skrá), culture (menning) og community (samfélag). Þó að hvert svið sé sérstakt geta þau líka skarast. Sérstaklega þegar átök og ágreiningur sem eiga sér uppruna í samfélaginu hafa veruleg áhrif á skólastarfið. 1. Kerr and Huddleston (2015), bls. 8
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=