Sófus og svínið

24 Fyrirmynd þessarar myndar er Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch (1863–1944). Ópið er eitt frægasta verk hans. Munch var líka grafíklistamaður og gerði myndir sem flokkast undir symbolisma og expressionisma. Fyrirmyndin þessarar myndar er sjálfsmynd eftir þýska listamálarann Käthe Schmidt Kollwitz (1867–1945). Hún er þekktust fyrir sjálfs- myndir sínar og kolateikningar sem lýsa lífi fátæks fólks í heimalandi hennar. Mörg verk hennar flokkast undir expressionisma. Fyrirmynd þessarar myndar er Dora Maar eftir spænska listamálarann og myndhöggvarann Pablo Picasso (1881–1973). Hann er einn af þekktustu listamönnum á 20. öld, vann í mörgum stílum en er þekkt- astur fyrir að mála í stíl sem kallast kúbismi. Fyrirmynd þessarar myndar er Le Fils De L’Homme eða Mannssonur eftir belgíska listmálarann René Magritte (1898–1967). Mörg verk hans eru afar fyndin og fá okkur til að skoða umhverfið í nýju ljósi en hann málaði í stíl sem kallast súrrealismi. Fyrirmynd þessarar myndar er sjálfsmynd eftir mexíkóska listmálarann Fridu Kahlo (1907–1954). Myndin heitir Sjálfsmynd með þyrnihálsmen og hunangsbríinn . Frida Kahlo er þekktust fyrir sjálfsmyndir sínar en stíl hennar má flokka undir súrealisma. Fyrirmynd þessarar myndar er silkiþrykkt mynd af Marilyn Monroe eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol (1928–1987) sem fékkst líka við kvikmyndagerð. Andy Warhol gerði margar myndir af frægu fólki og var leiðandi innan þess stíls sem kallast popplist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=