Snorra saga
– Það getur verið, svaraði Sighvatur, en þú ert bara alltof rólegur til að geta stjórnað. Ég er betri í það, enda þýðir nafnið mitt baráttufús. Þú ert ekki nógu sighvatur, Tóti minn. – Það kemst enginn áfram út á nafnið eitt. Menn verða að skapa sér nafn, sagði Þórður. – Hvern langar til að skapa sér asnalegt nafn eins og Tóti? sagði Sighvatur. – Nú skaltu bara fara að vara þig Hvati minn, sagði Þórður og hækkaði róminn. –Bara fara vara ... hermdi Sighvatur eftir honum. Þórður sló til hans og um leið hætti Snorri litli að drekka og fór að grenja. – Að heyra til ykkar, sagði Guðný. Aldrei getið þið verið eins og menn. Hún fór að tala í gælutón við Snorra litla sem áfram orgaði eins og ljón. – Hvað eru stóru ljótu strákarnir að kalla þig goða. Þú sem ert svo myndarlegur að þú átt áreiðanlega eftir að verða jarl yfir öllu Íslandi. Svona, hættið þið nú þessu karpi greyin mín og reynið frekar að gera eitthvert gagn. Þegar bræðurnir voru farnir hélt hún áfram að raula. Hún kvað vísu eftir frægasta forföður sinn, sjálfan Egil Skalla grímsson: Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar fara á brott með víkingum ... Snorri litli róaðist fljótt og sneri sér aftur að brjóstinu. Hann drakk í sig skáldskapinn með móðurmjólkinni. 7
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=