Snorra saga

Hún leit upp til hans og brosti. – Ég held hann verði skáld þessi. Sérðu hvernig hann sperrir upp augun við kveðskapinn. Sturla beygði sig stirðlega yfir rúmið. Hann lagði hramminn á höfuð litla drengsins og klappaði honum varlega. – Hér er Snorri lifandi kominn. Snorri skaltu heita. Velkominn í heiminn Snorri goði, sagði hann og hló. Bræður Snorra litla voru líka komnir að rúminu til að skoða nýja manninn. Þeir hétu Þórður og Sighvatur. Þórður var fjórtán ára en Sighvatur tíu. Þeim leist ekkert sérstaklega vel á bróður sinn, fannst hann frekar þrútinn og grettur. En verra fannst þeim þó að hann skyldi eiga að heita Snorri og að pabbi þeirra skyldi kalla hann goða. – Hvað er karlinn eiginlega að meina? sagði Sighvatur þegar Sturla var farinn út. Að þetta litla gerpi eigi að verða aðal­ maðurinn og taka við Snorrungagoðorði? – Það er útilokað, sagði Þórður. Ég er og verð alltaf eldri en þið. 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=