Snorra saga

strax spenntur. Hann sá að hún var að segja eitthvað og var glaðleg á svip, allt hafði því vonandi gengið vel. En hann heyrði ekkert í henni út af ullinni í eyrunum. Hann seildist upp á hillu inni í rekkjunni og þreifaði fyrir sér uns hann fann dálítinn krók sem gerður var úr ýsubeini og tók að kroppa ullina burt. – Nú nú? sagði hann þegar hann hafði náð mestallri ullinni úr betra eyranu. – Nú verðurðu hissa, sagði ljósmóðirin. Það var ekki stúlka eins og þú hafðir spáð, heldur drengur. Feitur og pattaralegur. – Hissa? sagði Sturla. Eins og ég hafi ekki vitað að það yrði annað hvort drengur eða stúlka! En hann var svo glaður yfir að allt skyldi hafa gengið vel að hann nennti ekki að vera önugur áfram. Hann kláraði að toga ullina út úr hinu eyranu og lét kalla á griðkonu sem kom strax hlaupandi með fötin hans og klæddi hann í sokka og skó. Hann steypti yfir sig kuflinum og flýtti sér inn í svefnhús þeirra hjóna þar sem Guðný kona hans lá með litla drenginn á brjósti. Hann heyrði ekki betur en hún væri strax farin að raula eitthvað fyrir hann. 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=