Snorra saga

Ásamt Noregi bárust Íslendingar undir Danmörku á seinni hluta fjórtándu aldar, 1383. Þeim yfirráðum létti ekki fyrr en Ísland varð frjálst og fullvalda ríki á ný fyrsta desember 1918. Danakonungur var þó þjóðhöfðingi Íslands áfram, allt þar til lýðveldi var stofnað á Þingvöllum og forseti kjörinn þann sautjánda júní 1944. Það er ekki víst að neitt af þessu hefði farið öðruvísi þó Snorri Sturluson hefði náð markmiðum sínum í lifanda lífi. Og jafnvel þó svo hefði verið er ekkert víst að við myndum mikið eftir hon­ um eða þætti hann sérlega merkilegur. Kannski hefði hann bara verið álitinn venjulegur ríkur karl sem hugsaði fyrst og fremst um að skara eld að eigin köku. Sem stjórnmálamaður var hann verulega gloppóttur og heppnaðist ekki margt af því sem hann ætlaði sér. En hann var líka skáld og rithöfundur, sá mesti og frægasti sem Ísland hefur eignast. Bækurnar hans, Heimskringla, Edda og Egils saga eru lifandi enn þann dag í dag og verða alltaf. Þannig sigraði Snorri á endanum alla konunga og alla keppi­ nauta sína og fjandmenn. 66

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=